Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2018 14:30 Blaðamenn virða fyrir sér hin dýrkeyptu dönsku strá. visir/villhelm Í meðfylgjandi skjali má sjá alla reikninga sem snúa að hinni umdeildu braggabyggingu í Nauthólsvík. Kannski má segja að í heildina tekið sé helsta einkennið þeirra það að margt smátt geri eitt stórt. Mjög stórt. En, vissulega eru þar kostnaðarliðir sem vekja undrun og Vísir hefur þegar greint skilmerkilega frá. Vísir óskaði eftir þessum upplýsingum fyrir viku en að sögn Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar tók tíma að fara yfir alla reikningana að teknu tilliti til persónuverndarákvæða.Eitt dæmi um reikning úr bókhaldinu, einn kostnaðarliðurinn af ótal mörgum sem snýr að hinum umdeilda bragga í Nauthólsvík. Nokkra væna reikninga frá MG-húsum má finna í bókhaldinu.Strikað hefur verið yfir reikningsnúmer en til álita kom hvort forsvaranlegt væri að gefa upp ýmis einingaverð, vegna samkeppnissjónarmiða, en niðurstaðan var sú að það er birt. Þeir lesendur sem vilja glöggva sig betur á kostnaði við bygginguna með því að skoða meðfylgjandi reikninga skulu athuga að fyrst getur að líta nokkrar blaðsíður með ýmsum tilvísunarnúmerum. Fólk ætti ekki að láta það fæla sig frá og skrolla neðar í skjalið því þar má svo sjá reikninga sem lagðir hafa verið fram vegna byggingarinnar. Reikningarnir eru fyrir misháum upphæðum, allt frá nokkrum hundrað köllum uppí milljónir. Þarna er meðal annars að finna reikninga sem taka til byggingar náðhússins og dönsku stráanna sem og reikninga fyrir rokjárnum og lömum. Ekki ætti að þurfa að orðlengja að málið hefur valdið gríðarlegri pólitískri ólgu í Reykjavík; hart hefur verið sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, einkum af þeim Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins, Vigdísi Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur Flokki fólksins. Kostnaður við endurbygginguna fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir.Tengd skjölSundurliðaðir reikningar vegna braggans í Nauthólsvík (567 síður) Braggamálið Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Í meðfylgjandi skjali má sjá alla reikninga sem snúa að hinni umdeildu braggabyggingu í Nauthólsvík. Kannski má segja að í heildina tekið sé helsta einkennið þeirra það að margt smátt geri eitt stórt. Mjög stórt. En, vissulega eru þar kostnaðarliðir sem vekja undrun og Vísir hefur þegar greint skilmerkilega frá. Vísir óskaði eftir þessum upplýsingum fyrir viku en að sögn Bjarna Brynjólfssonar upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar tók tíma að fara yfir alla reikningana að teknu tilliti til persónuverndarákvæða.Eitt dæmi um reikning úr bókhaldinu, einn kostnaðarliðurinn af ótal mörgum sem snýr að hinum umdeilda bragga í Nauthólsvík. Nokkra væna reikninga frá MG-húsum má finna í bókhaldinu.Strikað hefur verið yfir reikningsnúmer en til álita kom hvort forsvaranlegt væri að gefa upp ýmis einingaverð, vegna samkeppnissjónarmiða, en niðurstaðan var sú að það er birt. Þeir lesendur sem vilja glöggva sig betur á kostnaði við bygginguna með því að skoða meðfylgjandi reikninga skulu athuga að fyrst getur að líta nokkrar blaðsíður með ýmsum tilvísunarnúmerum. Fólk ætti ekki að láta það fæla sig frá og skrolla neðar í skjalið því þar má svo sjá reikninga sem lagðir hafa verið fram vegna byggingarinnar. Reikningarnir eru fyrir misháum upphæðum, allt frá nokkrum hundrað köllum uppí milljónir. Þarna er meðal annars að finna reikninga sem taka til byggingar náðhússins og dönsku stráanna sem og reikninga fyrir rokjárnum og lömum. Ekki ætti að þurfa að orðlengja að málið hefur valdið gríðarlegri pólitískri ólgu í Reykjavík; hart hefur verið sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, einkum af þeim Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins, Vigdísi Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur Flokki fólksins. Kostnaður við endurbygginguna fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir.Tengd skjölSundurliðaðir reikningar vegna braggans í Nauthólsvík (567 síður)
Braggamálið Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira