Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2018 17:30 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air. Vísir/Anton Brink Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. Íslensk ferðaþjónusta á mikið undir velgengni Wow Air í ljósi þess hversu stóra markaðshlutdeild félagið er með í flugi til landsins. Wow Air var með 32 prósent allra seldra flugsæta til Keflavíkurflugvallar á síðasta ári og 36 prósent af seldum flugsætum fyrstu níu mánuði þessa árs. Wow Air lauk nýlega vel heppnuðu skuldabréfaútboði. Félagið hefur flogið til þrettán áfangastaða í Bandaríkjunum en tilkynnti í dag að áætlunarflugi til St. Louis, Cleveland og Cincinnati hefði verið hætt. Áður hafði Wow Air hætt flugi til Miami og San Francisco en flug til San Francisco hefst að nýju næsta sumar. „Við höfum heilt yfir náð níutíu prósent nýtingu að meðaltali í gegnum allt okkar leiðakerfi. Heilt yfir stóðu þessar borgir sig ágætlega í sumar en við erum að leita að stöðum sem við getum keyrt allt árið um kring og þar teljum við okkur eiga betri staði inni,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnendur flugvallarins í St. Louis voru fremur óhressir með ákvörðun Wow Air því félagið var eina flugfélagið sem flaug í beinu flugi þaðan til Evrópu.Rekstrarfélag flugvallarins bauð Wow Air styrki til að halda fluginu áfram en þetta hefur samt ekki verið arðbært? „Nei, ég held að staðir verði að geta staðið á eigin fótum og ekki hægt að treysta á opinbera styrki. Við erum að tilkynna fleiri nýja áfangastaði. Það mun einn nýr áfangastaður í Norður-Ameríku líta dagsins ljós strax í næstu viku og við tilkynntum nýlega Orlando. Annað sem hefur áhrif er að núna erum við að hefja flug til Delí og farþegar þaðan eru aðallega að fljúga áfram til Norður-Ameríku og vilja helst fara á stærri staði en áfangastaði í miðvesturríkjunum. Það hefur áhrif á þessa ákvörðun og þetta er bara heilbrigð endurskoðun á því hvernig við getum best nýtt okkar flugvélar.“ Eins og áður segir þurfti Wow Air að hætta flugi til San Francisco í vetur. Ástæðan er sú að afhendingu seinkaði á nýjum Airbus A330 vélum sem félagið ætlaði að nota í flugið til Nýju-Delí og því þurfti að nýta vél sem flaug til San Francisco í Indlandsflugið í vetur. Skúli segist ennþá skynja mikinn áhuga á Íslandi og segist telja að þessi áhugi sé ekki bundinn við ákveðna markaði eða svæði. „Ég tel að það sé ennþá mikill áhugi á Íslandi. Ekki bara í Bandaríkjunum heldur alls staðar í heiminum. Ég held reyndar að mesti vöxturinn hjá okkur á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. Það mun svo aftur hafa í för með sér að við þurfum að fjölga áfangastöðum í Norður-Ameríku því megnið af þessum farþegum sem koma frá Indlandi gegnum Ísland halda áfram til Norður-Ameríku. Það mun hafa áhrif á samsetningu leiðakerfis okkar þegar fram líða stundir,“ segir Skúli.Airbus flugvélar Wow Air á Keflavíkurflugvelli. Skúli Mogensen reiknar með að mesti vöxturinn hjá Wow Air á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. Vísir/VilhelmÓskynsamlegt að festa olíuverðið að svo stöddu Hækkanir á olíuverði hafa leikið Wow Air grátt eins og öll önnur flugfélög en hráolíuverð hefur hækkað um 40 prósent á undanförnum 18 mánuðum. Þessar hækkanir hafa ekki skilað sér út í verð á farseðlum en gríðarlega hörð verðsamkeppni er í flugi yfir Atlantshafið. Skúli tók þá áhættu að verja félagið ekki fyrir hækkunum á olíuverði með gerð samninga um fast verð á eldsneyti fram í tímann. „Sú stefna að festa ekki olíuverðið nýttist okkur mjög vel fyrstu árin en klárlega síðustu átján mánuði eða svo hefði verið skynsamlegra að festa olíuna. Ég held hins vegar að hún hafi hækkað það mikið undanfarið að það sé ólíklegt að hún hækki mikið meira. En við munum klárlega fylgjast mjög grannt með því að ef hún lækkar eitthvað að ráði aftur þá verður þessi ákvörðun endurskoðuð,“ segir Skúli. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. Íslensk ferðaþjónusta á mikið undir velgengni Wow Air í ljósi þess hversu stóra markaðshlutdeild félagið er með í flugi til landsins. Wow Air var með 32 prósent allra seldra flugsæta til Keflavíkurflugvallar á síðasta ári og 36 prósent af seldum flugsætum fyrstu níu mánuði þessa árs. Wow Air lauk nýlega vel heppnuðu skuldabréfaútboði. Félagið hefur flogið til þrettán áfangastaða í Bandaríkjunum en tilkynnti í dag að áætlunarflugi til St. Louis, Cleveland og Cincinnati hefði verið hætt. Áður hafði Wow Air hætt flugi til Miami og San Francisco en flug til San Francisco hefst að nýju næsta sumar. „Við höfum heilt yfir náð níutíu prósent nýtingu að meðaltali í gegnum allt okkar leiðakerfi. Heilt yfir stóðu þessar borgir sig ágætlega í sumar en við erum að leita að stöðum sem við getum keyrt allt árið um kring og þar teljum við okkur eiga betri staði inni,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnendur flugvallarins í St. Louis voru fremur óhressir með ákvörðun Wow Air því félagið var eina flugfélagið sem flaug í beinu flugi þaðan til Evrópu.Rekstrarfélag flugvallarins bauð Wow Air styrki til að halda fluginu áfram en þetta hefur samt ekki verið arðbært? „Nei, ég held að staðir verði að geta staðið á eigin fótum og ekki hægt að treysta á opinbera styrki. Við erum að tilkynna fleiri nýja áfangastaði. Það mun einn nýr áfangastaður í Norður-Ameríku líta dagsins ljós strax í næstu viku og við tilkynntum nýlega Orlando. Annað sem hefur áhrif er að núna erum við að hefja flug til Delí og farþegar þaðan eru aðallega að fljúga áfram til Norður-Ameríku og vilja helst fara á stærri staði en áfangastaði í miðvesturríkjunum. Það hefur áhrif á þessa ákvörðun og þetta er bara heilbrigð endurskoðun á því hvernig við getum best nýtt okkar flugvélar.“ Eins og áður segir þurfti Wow Air að hætta flugi til San Francisco í vetur. Ástæðan er sú að afhendingu seinkaði á nýjum Airbus A330 vélum sem félagið ætlaði að nota í flugið til Nýju-Delí og því þurfti að nýta vél sem flaug til San Francisco í Indlandsflugið í vetur. Skúli segist ennþá skynja mikinn áhuga á Íslandi og segist telja að þessi áhugi sé ekki bundinn við ákveðna markaði eða svæði. „Ég tel að það sé ennþá mikill áhugi á Íslandi. Ekki bara í Bandaríkjunum heldur alls staðar í heiminum. Ég held reyndar að mesti vöxturinn hjá okkur á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. Það mun svo aftur hafa í för með sér að við þurfum að fjölga áfangastöðum í Norður-Ameríku því megnið af þessum farþegum sem koma frá Indlandi gegnum Ísland halda áfram til Norður-Ameríku. Það mun hafa áhrif á samsetningu leiðakerfis okkar þegar fram líða stundir,“ segir Skúli.Airbus flugvélar Wow Air á Keflavíkurflugvelli. Skúli Mogensen reiknar með að mesti vöxturinn hjá Wow Air á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. Vísir/VilhelmÓskynsamlegt að festa olíuverðið að svo stöddu Hækkanir á olíuverði hafa leikið Wow Air grátt eins og öll önnur flugfélög en hráolíuverð hefur hækkað um 40 prósent á undanförnum 18 mánuðum. Þessar hækkanir hafa ekki skilað sér út í verð á farseðlum en gríðarlega hörð verðsamkeppni er í flugi yfir Atlantshafið. Skúli tók þá áhættu að verja félagið ekki fyrir hækkunum á olíuverði með gerð samninga um fast verð á eldsneyti fram í tímann. „Sú stefna að festa ekki olíuverðið nýttist okkur mjög vel fyrstu árin en klárlega síðustu átján mánuði eða svo hefði verið skynsamlegra að festa olíuna. Ég held hins vegar að hún hafi hækkað það mikið undanfarið að það sé ólíklegt að hún hækki mikið meira. En við munum klárlega fylgjast mjög grannt með því að ef hún lækkar eitthvað að ráði aftur þá verður þessi ákvörðun endurskoðuð,“ segir Skúli.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira