Gildandi lög gætu bæði leyft og bannað umskurð drengja Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 22:00 Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira