Vonar að hin frjálslyndari öfl á Alþingi þori að taka sig saman Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. október 2018 07:00 Mjólkuriðnaðurinn er undanskilinn ákvæðum samkeppnislaga hvað varðar samráð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Ég er sannfærð um að með eðlilegum leikreglum munum við sjá markaðinn blómstra og verða sterkari með aukinni nýsköpun og fjölbreytni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún hefur ásamt þingflokki sínum og tveimur þingmönnum Pírata lagt fram frumvarp á Alþingi um viðamiklar breytingar á búvörulögum. Er í frumvarpinu lagt til að undanþágur mjólkuriðnaðar frá samkeppnislögum verði afnumdar og að verðlagsnefnd búvara verði lögð niður. Markmið flutningsmanna er að auka frelsi og sjálfræði framleiðenda til markaðssetningar á afurðum sínum á innlendum og erlendum mörkuðum. „Þetta eru mjög eðlilegar breytingar að gera á 21. öldinni, það er með ólíkindum að það ríki ekki full samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég bind nú ekki miklar vonir við að Framsóknarflokkarnir þrír í ríkisstjórn breyti miklu. Þeir hafa allir mikil tengsl við mjólkuriðnaðinn og ég hef fundið það á skömmum tíma í stjórnarandstöðu að það er lítill vilji til að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Hún vonast þó til að frjálslynd öfl á Alþingi þori að taka sig saman. „Þeir flokkar sem kenna sig við frelsi og frjálsa samkeppni þurfa sérstaklega að útskýra það af hverju þeir vilji ekki breyta kerfinu.“ Þá segir Þorgerður að ítrekuð álit Samkeppniseftirlitsins um mjólkuriðnaðinn þurfi að taka alvarlega. „Álit Samkeppniseftirlitsins eru ekki einhver konfektkassi fyrir stjórnvöld að velja úr.“ Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir ekki óeðlilegt að þessir flokkar leggi fram svona frumvarp í nafni frelsis og frjálshyggju. „Það þarf samt að hafa í huga að landbúnaður býr hvergi við algert viðskiptafrelsi. Allar þjóðir styðja við landbúnað á einhvern hátt, hvort sem það er með tollum eða einhvers konar takmörkunum á innflutningi.“ Þannig gangi það ekki upp að gera viðskipti með landbúnaðarvörur alveg frjáls hér meðan það sé ekki gert annars staðar. „Við bændur sláum ekki hendinni á móti samkeppni og endurskoðun á starfsumhverfi okkar. Það eina sem við förum fram á er að sanngirni sé gætt og að ekki verði teknar ákvarðanir í fljótfærni. Ég held að bændur séu almennt sáttir við kerfið en landbúnaðarkerfi eiga að vera í sífelldri endurskoðun.“ Þá bendir hann á að sjálfræði bænda til markaðssetningar séu engin takmörk sett. „Það er algengur misskilningur í umræðunni að mönnum séu settar skorður við framleiðslu og markaðssetningu. Það eru engar skorður á því.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira
„Ég er sannfærð um að með eðlilegum leikreglum munum við sjá markaðinn blómstra og verða sterkari með aukinni nýsköpun og fjölbreytni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún hefur ásamt þingflokki sínum og tveimur þingmönnum Pírata lagt fram frumvarp á Alþingi um viðamiklar breytingar á búvörulögum. Er í frumvarpinu lagt til að undanþágur mjólkuriðnaðar frá samkeppnislögum verði afnumdar og að verðlagsnefnd búvara verði lögð niður. Markmið flutningsmanna er að auka frelsi og sjálfræði framleiðenda til markaðssetningar á afurðum sínum á innlendum og erlendum mörkuðum. „Þetta eru mjög eðlilegar breytingar að gera á 21. öldinni, það er með ólíkindum að það ríki ekki full samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég bind nú ekki miklar vonir við að Framsóknarflokkarnir þrír í ríkisstjórn breyti miklu. Þeir hafa allir mikil tengsl við mjólkuriðnaðinn og ég hef fundið það á skömmum tíma í stjórnarandstöðu að það er lítill vilji til að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Hún vonast þó til að frjálslynd öfl á Alþingi þori að taka sig saman. „Þeir flokkar sem kenna sig við frelsi og frjálsa samkeppni þurfa sérstaklega að útskýra það af hverju þeir vilji ekki breyta kerfinu.“ Þá segir Þorgerður að ítrekuð álit Samkeppniseftirlitsins um mjólkuriðnaðinn þurfi að taka alvarlega. „Álit Samkeppniseftirlitsins eru ekki einhver konfektkassi fyrir stjórnvöld að velja úr.“ Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir ekki óeðlilegt að þessir flokkar leggi fram svona frumvarp í nafni frelsis og frjálshyggju. „Það þarf samt að hafa í huga að landbúnaður býr hvergi við algert viðskiptafrelsi. Allar þjóðir styðja við landbúnað á einhvern hátt, hvort sem það er með tollum eða einhvers konar takmörkunum á innflutningi.“ Þannig gangi það ekki upp að gera viðskipti með landbúnaðarvörur alveg frjáls hér meðan það sé ekki gert annars staðar. „Við bændur sláum ekki hendinni á móti samkeppni og endurskoðun á starfsumhverfi okkar. Það eina sem við förum fram á er að sanngirni sé gætt og að ekki verði teknar ákvarðanir í fljótfærni. Ég held að bændur séu almennt sáttir við kerfið en landbúnaðarkerfi eiga að vera í sífelldri endurskoðun.“ Þá bendir hann á að sjálfræði bænda til markaðssetningar séu engin takmörk sett. „Það er algengur misskilningur í umræðunni að mönnum séu settar skorður við framleiðslu og markaðssetningu. Það eru engar skorður á því.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira