Þjóðverjar framselja grunaðan banamann Marinovu Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 23:36 Viktoria Marinova starfaði í sjónvarpi í umræðuþætti sem hafði hafði nýverið fjallað um spillingarmál. AP/Filip Dvorski Tvítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgarska fréttakonu fyrr í mánuðinum hefur verið framseldur frá Þýskalandi til Búlgaríu. Hin þrítuga Viktoria Marinova fannst látin á göngustíg við bakka ár í borginni Ruse í norðurhluta Búlgaríu þann 6. október síðastliðinn. Þremur sólarhringum síðar var svo hinn tvítugi Severin Krasimirov handtekinn í þýska bænum Stade, nálægt Hamborg, eftir að gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Skömmu eftir morðið var rætt um að morðið kynni að tengjast störfum Marinovu sem fréttakonu en saksóknarar Í Búlgaríu segja engar vísbendingar vera um slíkt. Maðurinn neitar að hafa nauðgað Marinovu en viðurkennir að hafa slegið hana í höfuðið og síðar kastað henni inn í runna. Hann sagði fyrir dómara í Þýskalandi að hann hafði ekki haft í hyggju að drepa konuna. Sotir Tsatsarov, ríkissaksóknari í Búlgaríu, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að nægar sannanir séu fyrir hendi til að sakfella manninn. Búlgaría Þýskaland Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgarska fréttakonu fyrr í mánuðinum hefur verið framseldur frá Þýskalandi til Búlgaríu. Hin þrítuga Viktoria Marinova fannst látin á göngustíg við bakka ár í borginni Ruse í norðurhluta Búlgaríu þann 6. október síðastliðinn. Þremur sólarhringum síðar var svo hinn tvítugi Severin Krasimirov handtekinn í þýska bænum Stade, nálægt Hamborg, eftir að gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Skömmu eftir morðið var rætt um að morðið kynni að tengjast störfum Marinovu sem fréttakonu en saksóknarar Í Búlgaríu segja engar vísbendingar vera um slíkt. Maðurinn neitar að hafa nauðgað Marinovu en viðurkennir að hafa slegið hana í höfuðið og síðar kastað henni inn í runna. Hann sagði fyrir dómara í Þýskalandi að hann hafði ekki haft í hyggju að drepa konuna. Sotir Tsatsarov, ríkissaksóknari í Búlgaríu, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að nægar sannanir séu fyrir hendi til að sakfella manninn.
Búlgaría Þýskaland Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40
Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30
Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36