Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2018 15:42 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira