Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2018 15:42 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. Hæstiréttur dæmdi jafnframt að Sýn skuli greiða Símanum eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að árið 2011 hafi Síminn og Sýn, áður Fjarskipti, gert með sér samning um dreifingu dagskrárefnis Símans um dreifikerfi Sýnar, en Síminn rak á þessum tíma sjónvarpsstöðina SkjáEinn. Síminn sagði upp samningnum árið 2015 og greindi frá því að SkjárEinn myndi hætta sem áskriftarstöð og aðgangur að henni yrði opnaður. Hætt yrði að bjóða upp á svokallaða ólínulega dreifingu á sjónvarpsefni stöðvarinnar, en áskriftir skyldu þess í stað seldar að slíkri þjónustu.Ólík sýn á samning fyrirtækjanna Ágreiningur reis þá upp milli Sýnar og Símans um réttindi Sýnar, en félagið taldi sig eiga bæði lög- og samningsbundinn rétt til að halda áfram að veita viðskiptavinum sínum aðgang að umræddri þjónustu. Síminn fékk svo lagt lögbann við því að Sýn tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva í eigu Símans með ólínulegum hætti. Í dómi Hæstaréttar eru rakin ákvæði fjölmiðlalaga um skyldu fjarskiptafyrirtækis til að verða við beiðni fjölmiðlaveitu um flutning á sjónvarpsútsendingum og sambærilega skyldu fjölmiðlaveitu til að heimila fjarskiptafyrirtæki að flytja efni. Var vísað til þess að ágreiningslaust væri að þær reglur næðu aðeins til línulegrar miðlunar sjónvarpsefnis.Brotið gegn lögvörðum réttiEkki yrði ráðið af samningi aðila að hann hefði falið í sér heimild til handa Sýn til flutnings á ólínulegu sjónvarpsefni Símans og því hafi Sýn brotið gegn lögvörðum rétti Símans samkvæmt bæði ákvæðum fjölmiðlalaga og höfundalaga.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Sjá meira