Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 17:52 Netverjum blöskar það sem þeim sýnist fullkomið þekkingarleysi dómara á internetinu. Hæstiréttur Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“ Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40