Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. október 2018 07:00 Þrettándabrenna í Mosfellsbæ árið 2015. fréttablaðið/andri marinó Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. Í bréfinu segir Erna hestamenn hafa rætt það í sínum hópi í mörg ár að staðsetning brennunnar setji hesthús þeirra í verulega eldhættu. Auk þess þoli sumir hestar illa hávaða frá flugeldum og ljósagangi. „Mörg dæmi eru þess efnis að hestar stressist upp, svitni og byrji að hegða sér óeðlilega, fái aukinn hjartslátt og sýni almenna vanlíðan þegar á brennu og flugeldasýningu með tilheyrandi hávaða stendur, en verra er þegar einkennin vara lengur og verða til þess að hestar hætta að éta jafnvel svo dögum skiptir eftir þrettándann, verða taugaveiklaðir og stressaðir,“ segir Erna. Ritarinn segir að þótt gerðar séu ráðstafanir til að róa hrossin; fólk sé hjá hestunum og byrgi glugga og spili háværa tónlist í húsunum á þrettándanum, séu alltaf hestar sem þoli illa við. Þess vegna sé farið fram á að flugeldasýningin og brennustæðið sé flutt annað. „Okkur er kunnugt um að opinberir eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir um staðsetningu brennunnar við bæjaryfirvöld einmitt vegna þess að hún er í mikilli nálægð við íbúðabyggðina,“ skrifar Erna og segir hús vera í nokkurri hættu. „Þá bendum við á að flest hesthúsin á félagssvæði Harðar eru timburbyggingar og eldglæringar frá brennu og flugeldum gætu auðveldlega kveikt í hesthúsunum, sér í lagi ef vindur stendur að húsunum sem oftar en ekki gerist á þessum árstíma,“ skrifar Erna. Með beiðni sinni um flutning á þrettándagleðinni telji hestamennirnir í Herði sig vera að rækja skyldu sína samkvæmt lögum um velferð dýra. „Við bendum einnig vinsamlegast á að við hestamenn erum samkvæmt 9. grein laga um velferð dýra tilkynningaskyld til Matvælastofnunar eða lögreglu ef við teljum að aðstæður dýra séu brot á lögum um velferð dýra.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði erindi Ernu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og til tómstundafulltrúa. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mosfellsbær Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. Í bréfinu segir Erna hestamenn hafa rætt það í sínum hópi í mörg ár að staðsetning brennunnar setji hesthús þeirra í verulega eldhættu. Auk þess þoli sumir hestar illa hávaða frá flugeldum og ljósagangi. „Mörg dæmi eru þess efnis að hestar stressist upp, svitni og byrji að hegða sér óeðlilega, fái aukinn hjartslátt og sýni almenna vanlíðan þegar á brennu og flugeldasýningu með tilheyrandi hávaða stendur, en verra er þegar einkennin vara lengur og verða til þess að hestar hætta að éta jafnvel svo dögum skiptir eftir þrettándann, verða taugaveiklaðir og stressaðir,“ segir Erna. Ritarinn segir að þótt gerðar séu ráðstafanir til að róa hrossin; fólk sé hjá hestunum og byrgi glugga og spili háværa tónlist í húsunum á þrettándanum, séu alltaf hestar sem þoli illa við. Þess vegna sé farið fram á að flugeldasýningin og brennustæðið sé flutt annað. „Okkur er kunnugt um að opinberir eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir um staðsetningu brennunnar við bæjaryfirvöld einmitt vegna þess að hún er í mikilli nálægð við íbúðabyggðina,“ skrifar Erna og segir hús vera í nokkurri hættu. „Þá bendum við á að flest hesthúsin á félagssvæði Harðar eru timburbyggingar og eldglæringar frá brennu og flugeldum gætu auðveldlega kveikt í hesthúsunum, sér í lagi ef vindur stendur að húsunum sem oftar en ekki gerist á þessum árstíma,“ skrifar Erna. Með beiðni sinni um flutning á þrettándagleðinni telji hestamennirnir í Herði sig vera að rækja skyldu sína samkvæmt lögum um velferð dýra. „Við bendum einnig vinsamlegast á að við hestamenn erum samkvæmt 9. grein laga um velferð dýra tilkynningaskyld til Matvælastofnunar eða lögreglu ef við teljum að aðstæður dýra séu brot á lögum um velferð dýra.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði erindi Ernu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og til tómstundafulltrúa.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mosfellsbær Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira