Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. október 2018 07:00 Þrettándabrenna í Mosfellsbæ árið 2015. fréttablaðið/andri marinó Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. Í bréfinu segir Erna hestamenn hafa rætt það í sínum hópi í mörg ár að staðsetning brennunnar setji hesthús þeirra í verulega eldhættu. Auk þess þoli sumir hestar illa hávaða frá flugeldum og ljósagangi. „Mörg dæmi eru þess efnis að hestar stressist upp, svitni og byrji að hegða sér óeðlilega, fái aukinn hjartslátt og sýni almenna vanlíðan þegar á brennu og flugeldasýningu með tilheyrandi hávaða stendur, en verra er þegar einkennin vara lengur og verða til þess að hestar hætta að éta jafnvel svo dögum skiptir eftir þrettándann, verða taugaveiklaðir og stressaðir,“ segir Erna. Ritarinn segir að þótt gerðar séu ráðstafanir til að róa hrossin; fólk sé hjá hestunum og byrgi glugga og spili háværa tónlist í húsunum á þrettándanum, séu alltaf hestar sem þoli illa við. Þess vegna sé farið fram á að flugeldasýningin og brennustæðið sé flutt annað. „Okkur er kunnugt um að opinberir eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir um staðsetningu brennunnar við bæjaryfirvöld einmitt vegna þess að hún er í mikilli nálægð við íbúðabyggðina,“ skrifar Erna og segir hús vera í nokkurri hættu. „Þá bendum við á að flest hesthúsin á félagssvæði Harðar eru timburbyggingar og eldglæringar frá brennu og flugeldum gætu auðveldlega kveikt í hesthúsunum, sér í lagi ef vindur stendur að húsunum sem oftar en ekki gerist á þessum árstíma,“ skrifar Erna. Með beiðni sinni um flutning á þrettándagleðinni telji hestamennirnir í Herði sig vera að rækja skyldu sína samkvæmt lögum um velferð dýra. „Við bendum einnig vinsamlegast á að við hestamenn erum samkvæmt 9. grein laga um velferð dýra tilkynningaskyld til Matvælastofnunar eða lögreglu ef við teljum að aðstæður dýra séu brot á lögum um velferð dýra.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði erindi Ernu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og til tómstundafulltrúa. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mosfellsbær Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. Í bréfinu segir Erna hestamenn hafa rætt það í sínum hópi í mörg ár að staðsetning brennunnar setji hesthús þeirra í verulega eldhættu. Auk þess þoli sumir hestar illa hávaða frá flugeldum og ljósagangi. „Mörg dæmi eru þess efnis að hestar stressist upp, svitni og byrji að hegða sér óeðlilega, fái aukinn hjartslátt og sýni almenna vanlíðan þegar á brennu og flugeldasýningu með tilheyrandi hávaða stendur, en verra er þegar einkennin vara lengur og verða til þess að hestar hætta að éta jafnvel svo dögum skiptir eftir þrettándann, verða taugaveiklaðir og stressaðir,“ segir Erna. Ritarinn segir að þótt gerðar séu ráðstafanir til að róa hrossin; fólk sé hjá hestunum og byrgi glugga og spili háværa tónlist í húsunum á þrettándanum, séu alltaf hestar sem þoli illa við. Þess vegna sé farið fram á að flugeldasýningin og brennustæðið sé flutt annað. „Okkur er kunnugt um að opinberir eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir um staðsetningu brennunnar við bæjaryfirvöld einmitt vegna þess að hún er í mikilli nálægð við íbúðabyggðina,“ skrifar Erna og segir hús vera í nokkurri hættu. „Þá bendum við á að flest hesthúsin á félagssvæði Harðar eru timburbyggingar og eldglæringar frá brennu og flugeldum gætu auðveldlega kveikt í hesthúsunum, sér í lagi ef vindur stendur að húsunum sem oftar en ekki gerist á þessum árstíma,“ skrifar Erna. Með beiðni sinni um flutning á þrettándagleðinni telji hestamennirnir í Herði sig vera að rækja skyldu sína samkvæmt lögum um velferð dýra. „Við bendum einnig vinsamlegast á að við hestamenn erum samkvæmt 9. grein laga um velferð dýra tilkynningaskyld til Matvælastofnunar eða lögreglu ef við teljum að aðstæður dýra séu brot á lögum um velferð dýra.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði erindi Ernu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og til tómstundafulltrúa.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mosfellsbær Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira