Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 13:42 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Hanna Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira