Erlent

Skutu 25 skotum að Eric Torell

Atli Ísleifsson skrifar
Mál Eric Torell vakti mikla athygli í byrjun ágústmánaðar.
Mál Eric Torell vakti mikla athygli í byrjun ágústmánaðar. Fjölskylda Eric Torell
Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu alls 25 skotum að Eric Torell, tvítugum manni með Downs-heilkenni, sem lést af sárum sínum að kvöldi 2. ágúst síðastliðinn.

Expressen  greinir frá því að þrjú skotanna hafi hæft Torell og er talið að skot sem hæfði hann í bakið hafi dregið hann til dauða. Lögmaður aðstandenda Torell staðfestir fréttirnar í samtali við blaðið. Annað hinna skotanna hafnaði einnig í baki mannsins og hitt í maga.

Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar, en Torell hafði strokið að heiman og hélt á leikfangabyssu þegar lögreglumennirnir skutu að honum við Norrbackagatan í hverfinu Vasastan. Lögreglumennirnir fullyrða að þeir hafi skotið í sjálfsvörn og að hegðun Torell hafi verið „ógnandi“.

Tveir lögreglumannanna sem skutu að Torell voru nýútskrifaðir úr lögregluskóla og hafði annar þeirra starfað innan lögreglunnar í um mánuð. Þriðji lögreglumaðurinn hafði margra ára reynslu. Þeir starfa enn innan lögreglunnar, en viku eftir atvikið voru þeir teknir úr sýnilegri gæslu.

Rannsókn stendur enn yfir hvort mennirnir hafi gerst brotlegir í starfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×