Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2018 14:00 BepiColombo var þróað af geimvísindastofnunum Evrópu og Japan. ESA/STEPHANE CORVAJA Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda tvö geimför í langt ferðalag til Merkúr. Þar munu geimförin, sem í sameiningu kallast BepiColombo, rannsaka plánetuna ítarlega en hún hefur hingað til verið lítið rannsökuð. Geimförin tvö verða þó í rauninni eitt geimfar þar til það kemur til Merkúr. Annar hluti geimfarsins var smíðaður af ESA og heitir Mercury Planetary Orbiter. Það ber ellefu rannsóknartæki og er ætlað að rannsaka plánetuna sjálfa. Hitt heitir Mercury Magnetospheric Orbiter og var smíðað af Geimvísindastofnun Japan. Því er ætlað að rannsaka segulsvið plánetunnar. Ferðalag BepiColombo er þó langt frá því að vera einfalt. Samtals mun geimfarið fara um níu milljarða kílómetra á sjö árum, áður en það kemst rétta sporbraut um Merkúr. Því verður flogið einu sinni í kringum jörðina, tvisvar sinnum í kringum Venus og alls sex sinnum í kringum Merkúr. Allt í allt mun BepiColombo fara 18 sinnum í kringum sólina á sjö árum. Áætlað er að ferðinni ljúki árið 2025. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan korter í tvö í nótt og má fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér á vef ESA.Upplýsingar um ferðalagið má sjá á myndinni hér að neðan.Ferðalag BepiColombo er nokkuð flókið.ESAESA segir fyrstu klukkustundirnar og fyrstu dagana vera mikilvægasta. BepiColombo verðu fyrst á braut um jörðu eftir geimskotið og munu vísindamenn þá sannreyna að öll kerfi virki eðlilega, áður en geimfarinu verður skotið í átt að Venus. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn ESA unnið hörðum höndum að því að æfa ferðalag BepiColombo. Þeir telja geimferð þessa vera eina þá erfiðustu sem ESA hefur komið að. Merkúr er svo nálægt sólinni að það mun reynast erfitt að koma í veg fyrir að geimfarið festist í þyngdarafli hennar. Því þarf að senda geimfarið svo marga hringi í kringum Venus og Merkúr áður en sporbrautin næst. Það er til að hægja á geimfarinu svo það þjóti ekki í til sólarinnar.Það er margt sem gæti farið úrskeiðis fyrstu klukkustundirnar og dagana.ESAEinungis tvö geimför hafa verið send til Merkúr áður. Mariner 10 og Messenger, sem bæði voru send af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Messenger var vísvitandi brotlent þar árið 2015. BepiColombo er að miklu leyti ætlað að byggja á þeim gögnum sem Messenger safnaði. Geimfarið mun skoða yfirborð Merkúr, innri hluta plánetunnar, segulsvið og fleira. Þar að auki felur geimferðin í sér rannsókn af afstæðiskenningu Albert Einstein.Merkúr verður grandskoðuð. Hér má sjá í hverju nokkrar tilraunir felast í.ESAEins og áður segir verður BepiColombo skotið á loft korter í tvö í nótt. Geimfarinu verður skotið á loft frá Frönsku Gíneu með Ariane 5 eldflaug. Þær eldflaugar voru þróaðar af Airbus og ESA og voru fyrst teknar í notkun árið 1996. Geimurinn Merkúríus Venus Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda tvö geimför í langt ferðalag til Merkúr. Þar munu geimförin, sem í sameiningu kallast BepiColombo, rannsaka plánetuna ítarlega en hún hefur hingað til verið lítið rannsökuð. Geimförin tvö verða þó í rauninni eitt geimfar þar til það kemur til Merkúr. Annar hluti geimfarsins var smíðaður af ESA og heitir Mercury Planetary Orbiter. Það ber ellefu rannsóknartæki og er ætlað að rannsaka plánetuna sjálfa. Hitt heitir Mercury Magnetospheric Orbiter og var smíðað af Geimvísindastofnun Japan. Því er ætlað að rannsaka segulsvið plánetunnar. Ferðalag BepiColombo er þó langt frá því að vera einfalt. Samtals mun geimfarið fara um níu milljarða kílómetra á sjö árum, áður en það kemst rétta sporbraut um Merkúr. Því verður flogið einu sinni í kringum jörðina, tvisvar sinnum í kringum Venus og alls sex sinnum í kringum Merkúr. Allt í allt mun BepiColombo fara 18 sinnum í kringum sólina á sjö árum. Áætlað er að ferðinni ljúki árið 2025. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan korter í tvö í nótt og má fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér á vef ESA.Upplýsingar um ferðalagið má sjá á myndinni hér að neðan.Ferðalag BepiColombo er nokkuð flókið.ESAESA segir fyrstu klukkustundirnar og fyrstu dagana vera mikilvægasta. BepiColombo verðu fyrst á braut um jörðu eftir geimskotið og munu vísindamenn þá sannreyna að öll kerfi virki eðlilega, áður en geimfarinu verður skotið í átt að Venus. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn ESA unnið hörðum höndum að því að æfa ferðalag BepiColombo. Þeir telja geimferð þessa vera eina þá erfiðustu sem ESA hefur komið að. Merkúr er svo nálægt sólinni að það mun reynast erfitt að koma í veg fyrir að geimfarið festist í þyngdarafli hennar. Því þarf að senda geimfarið svo marga hringi í kringum Venus og Merkúr áður en sporbrautin næst. Það er til að hægja á geimfarinu svo það þjóti ekki í til sólarinnar.Það er margt sem gæti farið úrskeiðis fyrstu klukkustundirnar og dagana.ESAEinungis tvö geimför hafa verið send til Merkúr áður. Mariner 10 og Messenger, sem bæði voru send af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Messenger var vísvitandi brotlent þar árið 2015. BepiColombo er að miklu leyti ætlað að byggja á þeim gögnum sem Messenger safnaði. Geimfarið mun skoða yfirborð Merkúr, innri hluta plánetunnar, segulsvið og fleira. Þar að auki felur geimferðin í sér rannsókn af afstæðiskenningu Albert Einstein.Merkúr verður grandskoðuð. Hér má sjá í hverju nokkrar tilraunir felast í.ESAEins og áður segir verður BepiColombo skotið á loft korter í tvö í nótt. Geimfarinu verður skotið á loft frá Frönsku Gíneu með Ariane 5 eldflaug. Þær eldflaugar voru þróaðar af Airbus og ESA og voru fyrst teknar í notkun árið 1996.
Geimurinn Merkúríus Venus Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira