Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. október 2018 21:55 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan. Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan.
Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Sjá meira
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent