Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. október 2018 21:55 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan. Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum „Karlar gera merkilega hluti.“ Berglind segist hafa verið afar stuðuð við að lesa þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar, en hann var meðal annars kallaður viðbjóður, ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér.“ „Mér er hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli. Að fólk skuli yfirleitt hugsa á þessum nótum og hvað þá koma því niður í skrifað orð. Þetta snýst fyrst og fremst um vanþekkingu á störfum lögmanna.“ Berglind bendir á að lögmenn séu ekki aðilar að málum, heldur beri þeim að leita allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá sé þeim skylt að sinna störfum sínum af heilindum, óháð eigin hagsmunum eða persónulegum skoðunum, hvort sem þær kunni að vera af stjórnmálalegum toga eða öðrum.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Segir ummælin dæma sig sjálf„Tjáningarfrelsinu eru ákveðin takmörk sett, það er ekki hægt að viðhafa hvaða orðræðu sem er um hvern sem er,“ segir Berglind, og bætir því við að hún telji eðlilega kröfu að fólk hagi sér á nokkuð siðaðan hátt. „Mönnum getur alveg mislíkað og menn eiga fyllilega rétt á því að setja fram sínar skoðanir. Ég held að við getum alveg gert þá kröfu að þær skoðanir séu settar fram á mannsæmandi hátt, ekki með svona orðræðu.“ Segir Berglind ummælin sem um ræðir dæma sig sjálf og að enginn heiður sé að því að verða uppvís af ummælum af þessu tagi.Umræðan hefur mögulegan fælingarmátt á lögmennAðspurð hvort lögmenn muni í framhaldinu veigra sér við að taka við verkefnum sem einhverjir gætu álitið óákjósanleg, svo sem að verja kynferðisbrotamenn, segir Berglind það vel geta orðið að lögmenn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir tækju að sér mál. „Ég verð nú samt að benda á það að það er ákvæði í lögmannalögunum að lögmönnum er skylt að taka við skipun sem verjandi í sakamálum, til dæmis.“ Aðspurð hvort hún viti hver viðbrögð annarra lögmanna við málinu segir hún starfssystkini sín vera furðu lostin. Þá gerir Berglind fastlega ráð fyrir því að Lögmannafélagið taki málið fyrir á einhvern hátt. „Ég á alveg fastlega von á því að við getum ekki látið staðar numið hér. Það verður að opna á þessa umræðu og hvaða þýðingu þetta opna samfélag hefur fyrir störf lögmanna, það mætti alveg hugsa sér það.“Viðtalið við Berglindi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má heyra í heild sinni hér að neðan.
Innlent Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15