Eiga lög ekki að gilda af því þau henta mér ekki? Bubbi Morthens skrifar 2. október 2018 07:00 „Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna,“ segir Fréttablaðið í fyrirsögn í helgarblaði sínu 29. september 2018. Hvers konar málflutningur er það? Eigendur fyrirtækjanna sem hafa óbeint tekið Vestfirðina um borð í blekkingarskútu sína eru auðmenn af stærðargráðu sem er svo rosaleg að erfitt er að skilja eða ná utan um gróða þeirra. Stærsti eigandi Fjarðarlax hf. (og Arnarlax hf.) er norska risaeldisfyrirtækið SalMar ASA og helmingseigandi Arctic Sea Farm ehf. er risaeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon ASA. Og svona koma þeir málum sínum áfram: Þeir eru með menn á launum sem þeir hafa keypt til að tala sínu máli. Og það sýnir tuddaskapinn í málflutningnum hvernig málpípur þeirra stíga fram í fjölmiðlum. Menn heimta í fúlustu alvöru breytingar á lögum til þess að fá sitt fram. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Að ef það hentar mér ekki þá beitum við fyrrverandi forseta Alþingis fyrir okkur, hann hefur beinan aðgang að öllu batteríinu og alþingismönnum í flokknum til þess að ryðjast í gegnum lagalegar hindranir. Menn kalla það áfellisdóm yfir Alþingi og eftirlitsstofnunum bara af því þeim tókst ekki að fá það sem þeir vonuðust eftir að fá. Til hvers erum við að hafa lög og reglur ef menn neita að hlíta úrskurðum? Laxeldi er fínt mál ef það er í lokuðum kvíum eða þá uppi á landi. Við sem erum mótfallin laxeldi í sjókvíum erum hlynnt laxeldi á landi. En það er ömurlegt að sjá hvernig milljarðafyrirtæki rekur hníf á milli manna og elur á sundrungu bara til þess að geta matað krókinn sinn. Eigendum þeirra er drullusama um Vestfirði eða firði í Noregi eða annars staðar þar sem þeir hafa haslað sér völl, lagt lífríkið í rúst og farið með arðinn úr landi. Þeir kaupa sér málsmetandi fólk í hverju samfélagi fyrir sig, beita því fyrir plóginn og borga vel fyrir. Við sem erum að tala máli íslenskrar náttúru erum fæst auðmenn. Við erum alls konar fólk með misjafnar tekjur en eigum það sameiginlegt að vilja vernda lífríkið og íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna,“ segir Fréttablaðið í fyrirsögn í helgarblaði sínu 29. september 2018. Hvers konar málflutningur er það? Eigendur fyrirtækjanna sem hafa óbeint tekið Vestfirðina um borð í blekkingarskútu sína eru auðmenn af stærðargráðu sem er svo rosaleg að erfitt er að skilja eða ná utan um gróða þeirra. Stærsti eigandi Fjarðarlax hf. (og Arnarlax hf.) er norska risaeldisfyrirtækið SalMar ASA og helmingseigandi Arctic Sea Farm ehf. er risaeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon ASA. Og svona koma þeir málum sínum áfram: Þeir eru með menn á launum sem þeir hafa keypt til að tala sínu máli. Og það sýnir tuddaskapinn í málflutningnum hvernig málpípur þeirra stíga fram í fjölmiðlum. Menn heimta í fúlustu alvöru breytingar á lögum til þess að fá sitt fram. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Að ef það hentar mér ekki þá beitum við fyrrverandi forseta Alþingis fyrir okkur, hann hefur beinan aðgang að öllu batteríinu og alþingismönnum í flokknum til þess að ryðjast í gegnum lagalegar hindranir. Menn kalla það áfellisdóm yfir Alþingi og eftirlitsstofnunum bara af því þeim tókst ekki að fá það sem þeir vonuðust eftir að fá. Til hvers erum við að hafa lög og reglur ef menn neita að hlíta úrskurðum? Laxeldi er fínt mál ef það er í lokuðum kvíum eða þá uppi á landi. Við sem erum mótfallin laxeldi í sjókvíum erum hlynnt laxeldi á landi. En það er ömurlegt að sjá hvernig milljarðafyrirtæki rekur hníf á milli manna og elur á sundrungu bara til þess að geta matað krókinn sinn. Eigendum þeirra er drullusama um Vestfirði eða firði í Noregi eða annars staðar þar sem þeir hafa haslað sér völl, lagt lífríkið í rúst og farið með arðinn úr landi. Þeir kaupa sér málsmetandi fólk í hverju samfélagi fyrir sig, beita því fyrir plóginn og borga vel fyrir. Við sem erum að tala máli íslenskrar náttúru erum fæst auðmenn. Við erum alls konar fólk með misjafnar tekjur en eigum það sameiginlegt að vilja vernda lífríkið og íslenska náttúru.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar