Furðu illa búin undir næstu „spænsku veiki“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2018 08:00 Inflúensa á borð við spænsku veikina myndi fella 2.060 Reykvíkinga yrði dánarhlutfallið það sama og það var árið 1918. Mynd/Magnús Ólafsson „Reynslan af hinum tiltölulega væga inflúensufaraldri 2009 og síðari tíma farsóttum sýnir að við erum furðulega illa undir slíka vágesti búin í margvíslegu tilliti,“ segir Magnús Gottfreðsson‚ sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum. Magnús sem er yfirlæknir við Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að vera ritstjóri Læknablaðsins fjallar um spænsku veikina í leiðara blaðsins. Eitt hundrað ár eru frá því að spænska veikin kom til Íslands. „Spænska veikin er einn stærsti hörmungaratburður í nútíma mannkynssögu. Talið er að 50-100 milljónir manna hafi týnt lífi í hinum þremur bylgjum veikinnar sem riðu yfir heimsbyggðina árin 1918-1919,“ skrifar Magnús. Talið er að spænska veikin hafi banað 484 Íslendingum, þar af 258 í Reykjavík. Þar veiktust 63 prósent íbúanna af þessari svæsnu inflúensu. Af þeim dóu 2,6 prósent. Árið 1918 bjuggu ríflega fimmtán þúsund manns í Reykjavík. Í dag um 126 þúsund. Ef jafn hátt hlutfall myndi veikjast nú samsvaraði það yfir 79 þúsund manns í Reykjavík einni. Þar af myndu yfir 2.060 deyja væri dánarhlutfallið það sama.Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum.„Læknisfræði þessa tíma bauð ekki upp á sértæka meðferð enda var inflúensuveiran enn þá óþekkt árið 1918. Súrefnisgjöf og sýklalyf til að meðhöndla fylgisýkingar stóðu ekki til boða,“ segir Magnús og bendir á að fátt á Íslandi nútímans minni á stöðuna 1918, Íslendingar séu nú með auðugustu þjóðum heims. „Sú vörn gegn smitsjúkdómum sem áður fólst í einangrun landsins er löngu fyrir bí. Íslendingar þurfa því að vera undir það búnir rétt eins og aðrir að hingað berist alvarlegir smitsjúkdómar sem geta breiðst hratt út,“ undirstrikar Magnús og nefnir sem dæmi um slíka sjúkdóma ebólu, skæðar sýkingar af völdum corona-veira og nýja stofna inflúensu. „WHO hefur sett þessa sjúkdóma í sérstakan forgang og nýlega bætt við „sjúkdómi X“ til að minna þá sem bera ábyrgð á undirbúningi og viðbragðsáætlunum á það að stærsta ógnin kunni enn að vera með öllu óþekkt, – sjúkdómsvá sem kemur okkur algerlega á óvart,“ segir í leiðaranum. Sem fyrr segir telur Magnús Íslendinga illa búna. Til dæmis sé aðstaða til einangrunar og fjöldi rúma á gjörgæsludeildum ófullnægjandi. „Í venjulegu árferði er spítali allra landsmanna iðulega yfirfullur og því knúinn til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna minni háttar aukningar á álagi,“ segir Magnús. „Aðrir veikleikar hjá okkur lúta að takmörkuðu birgðahaldi margra helstu nauðsynja og má þar nefna bæði lífsnauðsynleg lyf og ýmsa einnota hluti sem notaðir eru í meðferð fjölveikra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
„Reynslan af hinum tiltölulega væga inflúensufaraldri 2009 og síðari tíma farsóttum sýnir að við erum furðulega illa undir slíka vágesti búin í margvíslegu tilliti,“ segir Magnús Gottfreðsson‚ sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum. Magnús sem er yfirlæknir við Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að vera ritstjóri Læknablaðsins fjallar um spænsku veikina í leiðara blaðsins. Eitt hundrað ár eru frá því að spænska veikin kom til Íslands. „Spænska veikin er einn stærsti hörmungaratburður í nútíma mannkynssögu. Talið er að 50-100 milljónir manna hafi týnt lífi í hinum þremur bylgjum veikinnar sem riðu yfir heimsbyggðina árin 1918-1919,“ skrifar Magnús. Talið er að spænska veikin hafi banað 484 Íslendingum, þar af 258 í Reykjavík. Þar veiktust 63 prósent íbúanna af þessari svæsnu inflúensu. Af þeim dóu 2,6 prósent. Árið 1918 bjuggu ríflega fimmtán þúsund manns í Reykjavík. Í dag um 126 þúsund. Ef jafn hátt hlutfall myndi veikjast nú samsvaraði það yfir 79 þúsund manns í Reykjavík einni. Þar af myndu yfir 2.060 deyja væri dánarhlutfallið það sama.Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum.„Læknisfræði þessa tíma bauð ekki upp á sértæka meðferð enda var inflúensuveiran enn þá óþekkt árið 1918. Súrefnisgjöf og sýklalyf til að meðhöndla fylgisýkingar stóðu ekki til boða,“ segir Magnús og bendir á að fátt á Íslandi nútímans minni á stöðuna 1918, Íslendingar séu nú með auðugustu þjóðum heims. „Sú vörn gegn smitsjúkdómum sem áður fólst í einangrun landsins er löngu fyrir bí. Íslendingar þurfa því að vera undir það búnir rétt eins og aðrir að hingað berist alvarlegir smitsjúkdómar sem geta breiðst hratt út,“ undirstrikar Magnús og nefnir sem dæmi um slíka sjúkdóma ebólu, skæðar sýkingar af völdum corona-veira og nýja stofna inflúensu. „WHO hefur sett þessa sjúkdóma í sérstakan forgang og nýlega bætt við „sjúkdómi X“ til að minna þá sem bera ábyrgð á undirbúningi og viðbragðsáætlunum á það að stærsta ógnin kunni enn að vera með öllu óþekkt, – sjúkdómsvá sem kemur okkur algerlega á óvart,“ segir í leiðaranum. Sem fyrr segir telur Magnús Íslendinga illa búna. Til dæmis sé aðstaða til einangrunar og fjöldi rúma á gjörgæsludeildum ófullnægjandi. „Í venjulegu árferði er spítali allra landsmanna iðulega yfirfullur og því knúinn til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna minni háttar aukningar á álagi,“ segir Magnús. „Aðrir veikleikar hjá okkur lúta að takmörkuðu birgðahaldi margra helstu nauðsynja og má þar nefna bæði lífsnauðsynleg lyf og ýmsa einnota hluti sem notaðir eru í meðferð fjölveikra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira