SA bjóða í dans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2018 06:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptaka „virks vinnutíma“ er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á í komandi kjarasamningaviðræðum. Samtökin sendu viðsemjendum sínum bréf í gær þar sem útlistuð eru atriði sem þau telja mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hugi að. Um áramótin renna núgildandi kjarasamningar SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) út en þeir ná til ríflega 100 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. „Með þessu bréfi stíga SA skref til viðsemjenda sinna og bjóða þeim upp í dans með það að marki að bæta lífskjör almennings. Þau eru samsett úr fleiri þáttum en aðeins launahækkunum og við teljum að nú sé rétti tíminn til að beina sjónum okkar að þeim hlutum sem við teljum upp í bréfinu. Markmið okkar er að standa vörð um þann lífskjarabata sem við höfum náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í bréfinu er reifað hvernig launahækkanir undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og við því þurfi að bregðast. Tryggja þurfi að verðbólga fari ekki á flug og að breytingar á launum nú verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Lífskjör og starfsánægju megi bæta með öðru en eingöngu launahækkunum. Meðal þess sem nefnt er í því samhengi er aukið framboð á húsnæði bæði til leigu og eignar. Launahækkanir leysi þann vanda ekki og geti í raun haft þau áhrif að húsnæðisverð hækki. SA vill einnig skoða þann möguleika að breyta skilgreindu dagvinnutímabili, uppgjörstímabili yfirvinnu og álagsgreiðslum en hlutfall síðastnefndu þáttanna í heildarlaunum er með hæsta móti hér á landi. Þá vilja SA ræða breytt skipulag og sveigjanleika vinnutíma. „Það eru fleiri mál sem sameina atvinnurekendur og launþegahreyfinguna heldur en sundra. Við komum með þessi mál að borðinu og bjóðum verkalýðshreyfingunni að leggja fleiri mál í púkkið. Þegar þau hafa verið leyst þá er hægt að meta rýmið til breytinga á launum,“ segir Halldór og bætir því við að umrætt svigrúm sé afar takmarkað. Nokkur atriði á lista SA eru þess eðlis að aðkomu ríkis og sveitarfélaga gæti verið þörf á einhverjum stigum málsins. Halldór segir innihaldi bréfsins ekki beint til þeirra. „Þetta snýst um að ná sátt við verkalýðshreyfinguna. Kjarasamningar eru fyrst og fremst okkar á milli og þeim mun meira sem við getum leyst í sameiningu því betra,“ segir Halldór. „Það er mikil vinna fram undan en vonandi næst að afgreiða málið þannig að samningar taki strax við þegar núverandi samningar renna út.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptaka „virks vinnutíma“ er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á í komandi kjarasamningaviðræðum. Samtökin sendu viðsemjendum sínum bréf í gær þar sem útlistuð eru atriði sem þau telja mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hugi að. Um áramótin renna núgildandi kjarasamningar SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) út en þeir ná til ríflega 100 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. „Með þessu bréfi stíga SA skref til viðsemjenda sinna og bjóða þeim upp í dans með það að marki að bæta lífskjör almennings. Þau eru samsett úr fleiri þáttum en aðeins launahækkunum og við teljum að nú sé rétti tíminn til að beina sjónum okkar að þeim hlutum sem við teljum upp í bréfinu. Markmið okkar er að standa vörð um þann lífskjarabata sem við höfum náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í bréfinu er reifað hvernig launahækkanir undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og við því þurfi að bregðast. Tryggja þurfi að verðbólga fari ekki á flug og að breytingar á launum nú verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Lífskjör og starfsánægju megi bæta með öðru en eingöngu launahækkunum. Meðal þess sem nefnt er í því samhengi er aukið framboð á húsnæði bæði til leigu og eignar. Launahækkanir leysi þann vanda ekki og geti í raun haft þau áhrif að húsnæðisverð hækki. SA vill einnig skoða þann möguleika að breyta skilgreindu dagvinnutímabili, uppgjörstímabili yfirvinnu og álagsgreiðslum en hlutfall síðastnefndu þáttanna í heildarlaunum er með hæsta móti hér á landi. Þá vilja SA ræða breytt skipulag og sveigjanleika vinnutíma. „Það eru fleiri mál sem sameina atvinnurekendur og launþegahreyfinguna heldur en sundra. Við komum með þessi mál að borðinu og bjóðum verkalýðshreyfingunni að leggja fleiri mál í púkkið. Þegar þau hafa verið leyst þá er hægt að meta rýmið til breytinga á launum,“ segir Halldór og bætir því við að umrætt svigrúm sé afar takmarkað. Nokkur atriði á lista SA eru þess eðlis að aðkomu ríkis og sveitarfélaga gæti verið þörf á einhverjum stigum málsins. Halldór segir innihaldi bréfsins ekki beint til þeirra. „Þetta snýst um að ná sátt við verkalýðshreyfinguna. Kjarasamningar eru fyrst og fremst okkar á milli og þeim mun meira sem við getum leyst í sameiningu því betra,“ segir Halldór. „Það er mikil vinna fram undan en vonandi næst að afgreiða málið þannig að samningar taki strax við þegar núverandi samningar renna út.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira