Þvinguðu bandarískt herskip af leið í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2018 11:16 US Decatur. AP/Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna Sjóher Bandaríkjanna segir að herskip þeirra hafi verið þvingað af leið af kínversku herskipi. Bandaríkjamenn segja Kínverja hafa sett sjóliða í hættu með „ófagmannlegu“ framferði. Atvikið átti sér stað við Spratly-eyjar í Suður-Kínahafi á sunnudaginn. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja yfirráðasvæði Kína ná nánast upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað tilkall Kína til hafsins ólöglegt en Kínverjar hafa byggt upp heilu eyjurnar á svæðinu og komið þar fyrir herbúnaði, flugvöllum, flotastöðum og vopnum. Bandaríska tundurspillinum USS Decatur var siglt að Spratley eyjum á sunnudaginn og var markmið ferðarinnar að ítreka að um alþjóðlegt hafsvæði væri að ræða samkvæmt lögum. Þá mun kínverska herskipinu Luoyang hafa verið siglt í átt að USS Decatur. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir að Kínverjarnir hafi skipað áhöfn tundurspillisins að yfirgefa svæðið og Luoyang hafi verið siglt sífellt nær Decatur. Að endingu hafi fjarlægðin á milli skipanna verið um 40 metrar og þá hafi áhöfn Decatur neyðst til þess að breyta stefnu skipsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Utanríkisráðuneyti Kína sent frá sér tilkynningu þar sem Bandaríkin eru hvött til að láta af „ögrandi“ aðgerðum sem þessum. Kínverjar segjast andvígir því að bandarískum herskipum sé siglt á svæðinu. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki að undanförnu. Ríkin eiga í viðskiptastríði og nú nýverið beittu Bandaríkin viðskiptaþvingunum gegn Kína. Það var gert vegna vopnakaupa Kínverjar af Rússum þar sem þau kaup brutu gegn þvingunum sem Bandaríkin höfðu beitt Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hætti nýverið við heimsókn til Kína í þessum mánuði. Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Sjá meira
Sjóher Bandaríkjanna segir að herskip þeirra hafi verið þvingað af leið af kínversku herskipi. Bandaríkjamenn segja Kínverja hafa sett sjóliða í hættu með „ófagmannlegu“ framferði. Atvikið átti sér stað við Spratly-eyjar í Suður-Kínahafi á sunnudaginn. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja yfirráðasvæði Kína ná nánast upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað tilkall Kína til hafsins ólöglegt en Kínverjar hafa byggt upp heilu eyjurnar á svæðinu og komið þar fyrir herbúnaði, flugvöllum, flotastöðum og vopnum. Bandaríska tundurspillinum USS Decatur var siglt að Spratley eyjum á sunnudaginn og var markmið ferðarinnar að ítreka að um alþjóðlegt hafsvæði væri að ræða samkvæmt lögum. Þá mun kínverska herskipinu Luoyang hafa verið siglt í átt að USS Decatur. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir að Kínverjarnir hafi skipað áhöfn tundurspillisins að yfirgefa svæðið og Luoyang hafi verið siglt sífellt nær Decatur. Að endingu hafi fjarlægðin á milli skipanna verið um 40 metrar og þá hafi áhöfn Decatur neyðst til þess að breyta stefnu skipsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Utanríkisráðuneyti Kína sent frá sér tilkynningu þar sem Bandaríkin eru hvött til að láta af „ögrandi“ aðgerðum sem þessum. Kínverjar segjast andvígir því að bandarískum herskipum sé siglt á svæðinu. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki að undanförnu. Ríkin eiga í viðskiptastríði og nú nýverið beittu Bandaríkin viðskiptaþvingunum gegn Kína. Það var gert vegna vopnakaupa Kínverjar af Rússum þar sem þau kaup brutu gegn þvingunum sem Bandaríkin höfðu beitt Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hætti nýverið við heimsókn til Kína í þessum mánuði.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00
Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31
Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47