Viðskipti innlent

Heiðar bætir við sig í Sýn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Heiðar Guðjónsson er stjórnarformaður Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er stjórnarformaður Sýnar.
Fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson keypti í morgun, í gegnum fjárfestingarfélagið Ursus ehf., 3,2 milljón hluti í fjarskiptafyrirtækinu Sýn. Heiðar keypi hvern hlut á 61,5 krónur og nemur fjárfesting hans því 196,8 milljónum króna. 

Eftir viðskiptin á Heiðar, sem jafnframt er stjórnarformaður Sýnar, rúmlega 25,1 milljón hluti í Sýn. Miðað við gengi dagsins er virði hlutabréfa hans í Sýn því um 1,5 milljarðar króna. Ursus ehf., sem er í eigu Heiðars, keypti bréf í Sýn fyrir rúmar níutíu milljónir króna í upphafi síðasta mánaðar.



Greint var frá því í morgun að 365 miðlar hafi selt allan hlut sinn í Sýn, tæplega 11 prósenta hlut, fyrir tæpa tvo milljarða króna og keypt ríflega þriggja prósenta hlut í Högum fyrir hátt í 1,8 milljarða króna.

Viðskipti með bréf í Sýn hafa í heildina numið rúmlega 2 milljörðum það sem af er degi. Það hefur þó ekki enn haft nein teljandi áhrif á gengi bréfanna.

Vísir er í eigu Sýnar hf.


Tengdar fréttir

Selja í Sýn og kaupa í Högum

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×