Boða til samstöðuvöku fyrir lömbin við sláturhúsið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2018 12:15 Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, segir Vigdís Þórðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira