Amazon hækkar lægstu laun Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2018 13:30 Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er ríkasti maður heims. Vísir/getty Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Eftir breytingarnar verður lágmarkstímakaup starfsmanna Amazon í Bandaríkunum 15 dalir á klukkustund, rúmlega 1600 krónur á tímann. Í Bretlandi verður tímakaupið hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Lundúnum hækkað í 10,5 pund - rúmar 1500 krónur. Utan Lundúna verður lágmarkskaup Amazon-starfsmanna tæpar 1400 krónur. Áætlað er að launahækkunin muni ná til 250 þúsund starfsmanna í Bandaríkjunum, 17 þúsund starfsmanna í Bretlandi auk tugþúsunda annarra, sem ekki eru fastráðnir. Talið er að rekja megi launhækkun fyrirtækisins til aðgerða starfsmanna Amazon, jafnt í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna hafa lagt niður störf á síðustu mánuðum, til að mynda í Þýskalandi, Portúgal og á Spáni. Margir af stærstu keppinautum Amazon, eins og verslunarkeðjurnar Walmart og Target, hafa hækkað lægstu laun á síðustu misserum. Greinendur rekja hækkanirnar ekki aðeins til baráttu starfsfólks og verkalýðsfélaga, heldur einnig lækkandi atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þurfi nú í auknum mæli að berjast um starfsfólk, sem þau reyni að lokka til sín með hærri launum. Amazon er eitt stærsta fyrirtæki heims og er það metið á næstum eina billjón (e. trillion) bandaríkjadala. Engu að síður hefur Amazon verið harðlega gagnrýnt, til að mynda af Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna þeirra skatta sem fyrirtækið greiðir - sem gangrýnendum þykja í lægri kantinum. Þar að auki hafa reglulega borist fréttir af óæskilegu starfsumhverfi í verksmiðjum Amazon vestanhafs. Stofnandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, er jafnframt ríkasti maður heims. Auður hans er talinn nema 150 milljörðum dala, 16.800 milljörðum króna. Amazon Tengdar fréttir Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Eftir breytingarnar verður lágmarkstímakaup starfsmanna Amazon í Bandaríkunum 15 dalir á klukkustund, rúmlega 1600 krónur á tímann. Í Bretlandi verður tímakaupið hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Lundúnum hækkað í 10,5 pund - rúmar 1500 krónur. Utan Lundúna verður lágmarkskaup Amazon-starfsmanna tæpar 1400 krónur. Áætlað er að launahækkunin muni ná til 250 þúsund starfsmanna í Bandaríkjunum, 17 þúsund starfsmanna í Bretlandi auk tugþúsunda annarra, sem ekki eru fastráðnir. Talið er að rekja megi launhækkun fyrirtækisins til aðgerða starfsmanna Amazon, jafnt í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna hafa lagt niður störf á síðustu mánuðum, til að mynda í Þýskalandi, Portúgal og á Spáni. Margir af stærstu keppinautum Amazon, eins og verslunarkeðjurnar Walmart og Target, hafa hækkað lægstu laun á síðustu misserum. Greinendur rekja hækkanirnar ekki aðeins til baráttu starfsfólks og verkalýðsfélaga, heldur einnig lækkandi atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þurfi nú í auknum mæli að berjast um starfsfólk, sem þau reyni að lokka til sín með hærri launum. Amazon er eitt stærsta fyrirtæki heims og er það metið á næstum eina billjón (e. trillion) bandaríkjadala. Engu að síður hefur Amazon verið harðlega gagnrýnt, til að mynda af Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna þeirra skatta sem fyrirtækið greiðir - sem gangrýnendum þykja í lægri kantinum. Þar að auki hafa reglulega borist fréttir af óæskilegu starfsumhverfi í verksmiðjum Amazon vestanhafs. Stofnandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, er jafnframt ríkasti maður heims. Auður hans er talinn nema 150 milljörðum dala, 16.800 milljörðum króna.
Amazon Tengdar fréttir Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33
Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03