Amazon hækkar lægstu laun Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2018 13:30 Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er ríkasti maður heims. Vísir/getty Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Eftir breytingarnar verður lágmarkstímakaup starfsmanna Amazon í Bandaríkunum 15 dalir á klukkustund, rúmlega 1600 krónur á tímann. Í Bretlandi verður tímakaupið hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Lundúnum hækkað í 10,5 pund - rúmar 1500 krónur. Utan Lundúna verður lágmarkskaup Amazon-starfsmanna tæpar 1400 krónur. Áætlað er að launahækkunin muni ná til 250 þúsund starfsmanna í Bandaríkjunum, 17 þúsund starfsmanna í Bretlandi auk tugþúsunda annarra, sem ekki eru fastráðnir. Talið er að rekja megi launhækkun fyrirtækisins til aðgerða starfsmanna Amazon, jafnt í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna hafa lagt niður störf á síðustu mánuðum, til að mynda í Þýskalandi, Portúgal og á Spáni. Margir af stærstu keppinautum Amazon, eins og verslunarkeðjurnar Walmart og Target, hafa hækkað lægstu laun á síðustu misserum. Greinendur rekja hækkanirnar ekki aðeins til baráttu starfsfólks og verkalýðsfélaga, heldur einnig lækkandi atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þurfi nú í auknum mæli að berjast um starfsfólk, sem þau reyni að lokka til sín með hærri launum. Amazon er eitt stærsta fyrirtæki heims og er það metið á næstum eina billjón (e. trillion) bandaríkjadala. Engu að síður hefur Amazon verið harðlega gagnrýnt, til að mynda af Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna þeirra skatta sem fyrirtækið greiðir - sem gangrýnendum þykja í lægri kantinum. Þar að auki hafa reglulega borist fréttir af óæskilegu starfsumhverfi í verksmiðjum Amazon vestanhafs. Stofnandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, er jafnframt ríkasti maður heims. Auður hans er talinn nema 150 milljörðum dala, 16.800 milljörðum króna. Amazon Tengdar fréttir Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Eftir breytingarnar verður lágmarkstímakaup starfsmanna Amazon í Bandaríkunum 15 dalir á klukkustund, rúmlega 1600 krónur á tímann. Í Bretlandi verður tímakaupið hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Lundúnum hækkað í 10,5 pund - rúmar 1500 krónur. Utan Lundúna verður lágmarkskaup Amazon-starfsmanna tæpar 1400 krónur. Áætlað er að launahækkunin muni ná til 250 þúsund starfsmanna í Bandaríkjunum, 17 þúsund starfsmanna í Bretlandi auk tugþúsunda annarra, sem ekki eru fastráðnir. Talið er að rekja megi launhækkun fyrirtækisins til aðgerða starfsmanna Amazon, jafnt í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna hafa lagt niður störf á síðustu mánuðum, til að mynda í Þýskalandi, Portúgal og á Spáni. Margir af stærstu keppinautum Amazon, eins og verslunarkeðjurnar Walmart og Target, hafa hækkað lægstu laun á síðustu misserum. Greinendur rekja hækkanirnar ekki aðeins til baráttu starfsfólks og verkalýðsfélaga, heldur einnig lækkandi atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þurfi nú í auknum mæli að berjast um starfsfólk, sem þau reyni að lokka til sín með hærri launum. Amazon er eitt stærsta fyrirtæki heims og er það metið á næstum eina billjón (e. trillion) bandaríkjadala. Engu að síður hefur Amazon verið harðlega gagnrýnt, til að mynda af Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna þeirra skatta sem fyrirtækið greiðir - sem gangrýnendum þykja í lægri kantinum. Þar að auki hafa reglulega borist fréttir af óæskilegu starfsumhverfi í verksmiðjum Amazon vestanhafs. Stofnandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, er jafnframt ríkasti maður heims. Auður hans er talinn nema 150 milljörðum dala, 16.800 milljörðum króna.
Amazon Tengdar fréttir Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33
Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03