Sýklalyfjanotkun á Íslandi jókst í fyrra en ónæmi enn lágt 2. október 2018 17:50 Starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði skýrslu um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis í fyrra. Notkun sýklalyfja jókst í fyrra miðað við árið á undan. Fréttablaðið/EYÞÓR Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum. Heilbrigðismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum.
Heilbrigðismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira