Merki um versnandi afkomu fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 08:00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Versnandi afkoma og minnkandi samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi kemur skýrt fram í nýbirtum tölum embættis ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Ríkisskattstjóri birti helstu tölur yfir álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2017 í síðustu viku. Stærstu breytingarnar snerta tekjuskatt lögaðila, sem lækkar um 5,6 milljarða króna og tryggingagjald, sem hækkar um 5,9 milljarða króna. „Tölurnar draga upp mjög skýra mynd. Samdráttur tekjuskatts lögaðila segir okkur að afkoma fyrirtækja hafi heilt yfir verið verri á síðasta ári en hún var á árinu þar á undan. Hækkun tryggingagjaldsins segir okkur að á sama tíma og afkoman versnaði hafi opinberar álögur á fyrirtækin aukist,“ segir Sigurður. „Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig hefur dregið úr samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á undanförnum árum.“ Hækkun tryggingagjaldsins, sem er hlutfall af launakostnaði, bendir einnig til þess að launahækkanir undanfarinna ára hafi haft áhrif á afkomu fyrirtækja og að launþegar séu að taka stærri hluta af kökunni en áður. Sigurður telur að þessi þróun mála hafi haldið áfram á árinu 2018. „Það bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja sé heilt yfir lakari í ár en í fyrra. Við sjáum áframhaldandi þróun í þessa átt sem eru mjög slæmar fréttir fyrir hagkerfið.“ Í fjárlögum er reiknað með að tryggingagjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári, þrátt fyrir boðaða lækkun upp á 0,25 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira