Enski boltinn

Loðið svar Valverde er hann var spurður út í Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valverde á blaðamannafundinum fyrir leikinn gegn Tottenham.
Valverde á blaðamannafundinum fyrir leikinn gegn Tottenham. vísir/getty
Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, játaði ekki né neitaði að liðið hefði áhuga á að krækja í Paul Pogba, miðjumann Manchester United, í janúar-glugganum.

Eins og flestir vita er allt á suðurpunkti á Old Trafford þar sem Pogba og Jose Mourinho eru í hálfgerðu stríði. Pogba er sagður vilja burt í janúar.

Hann hefur verið orðaður við Barcelona og þessi 25 ára gamli miðjumaður er sagður vilja komats sem fyrst burt frá Englandi.

Valverde var spurður út í hvort að Pogba væri á leiðinni til Barcelona á blaðamannafundi í gær og svar hans var loðið.

„Við vitum ekki hvað gerist í framtíðinni. Við virðum það þegar leikmenn eru í öðrum félögum og því tölum við ekki um það,” sagði Valverde.

Barcelona mætir Tottenham á Wembley í kvöld en leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×