Samþykktu að auka aksturstíðni Strætó á stofnleiðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 22:19 Í tillögunni felst að stefnt verði að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna aksturstíðni frá og með ársbyrjun 2020. Fréttablaðið/Anton Brink Á borgarstjórnarfundi í kvöld var tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um 7,5 mínútna tíðni Strætó á stofnleiðum samþykkt með 22 atkvæðum. Í tillögunni felst að stefnt verði að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna aksturstíðni frá og með ársbyrjun 2020. Málsmeðferðartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að vísa tillögunni til Skipulags-og samgönguráðs til nánari útfærslu var felld. Borgarstjórn beinir því til stjórnar Strætó að móta útfærslu á því að auka aksturstíðni á stofnleiðum strætó. Borgarstjórn óskar eftir upplýsingum um farþegafjölda á hverri leið, núverandi kostnað við hverja leið og mati á því hve mikið það myndi kosta að auka tíðnina á hverri leið upp í 7,5 mínútur. Borgarstjórn fer fram á að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. janúar 2019. Í greinargerð með tillögunni segir að aukin tíðni stofnleiða strætó á háannatíma sé hagkvæm leið til að auka þjónustu á þeim leiðum þar sem eftirspurnin er mest. Tillagan krefst samkomulags við önnur sveitarfélög sem taka þátt í rekstri Strætó bs. Hún krefst jafnframt fjárútláta af hálfu sveitarfélaganna sem eiga í hlut og kallar því á leiðakerfisbreytingar.Uppfært kl. 23:11 með bókun Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn gerði bókun við tillöguna þar sem fram kemur að fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagni áformum um aukna aksturstíðni á stofnleiðum en vilja að tryggt verði að verkefnið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun. „Kannanir meðal notenda almenningssamgangna hafa leitt í ljós að aukin tíðni og styttri ferðatími séu nauðsynlegir liðir í því að bæta þjónustuna og fjölga þeim sem nýta almenningssamgöngur. Mikilvægt er að fá nákvæma kostnaðargreiningu á verkefninu og tryggja verður að verkefnið fari ekki fram úr áætlunum. Áformum um bætta þjónustu við notendur í Grafarvogi og Breiðholti er fagnað, en við söknum þess þó að þjónusta sé bætt við fleiri hverfi í efri byggðum. Við teljum málið brýnt og þætti rétt að setja aukinn þrýsting svo útfærslan geti komið til framkvæmda eigi síðar en 1. janúar 2019.“ Strætó Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í kvöld var tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um 7,5 mínútna tíðni Strætó á stofnleiðum samþykkt með 22 atkvæðum. Í tillögunni felst að stefnt verði að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna aksturstíðni frá og með ársbyrjun 2020. Málsmeðferðartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að vísa tillögunni til Skipulags-og samgönguráðs til nánari útfærslu var felld. Borgarstjórn beinir því til stjórnar Strætó að móta útfærslu á því að auka aksturstíðni á stofnleiðum strætó. Borgarstjórn óskar eftir upplýsingum um farþegafjölda á hverri leið, núverandi kostnað við hverja leið og mati á því hve mikið það myndi kosta að auka tíðnina á hverri leið upp í 7,5 mínútur. Borgarstjórn fer fram á að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. janúar 2019. Í greinargerð með tillögunni segir að aukin tíðni stofnleiða strætó á háannatíma sé hagkvæm leið til að auka þjónustu á þeim leiðum þar sem eftirspurnin er mest. Tillagan krefst samkomulags við önnur sveitarfélög sem taka þátt í rekstri Strætó bs. Hún krefst jafnframt fjárútláta af hálfu sveitarfélaganna sem eiga í hlut og kallar því á leiðakerfisbreytingar.Uppfært kl. 23:11 með bókun Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn gerði bókun við tillöguna þar sem fram kemur að fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagni áformum um aukna aksturstíðni á stofnleiðum en vilja að tryggt verði að verkefnið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun. „Kannanir meðal notenda almenningssamgangna hafa leitt í ljós að aukin tíðni og styttri ferðatími séu nauðsynlegir liðir í því að bæta þjónustuna og fjölga þeim sem nýta almenningssamgöngur. Mikilvægt er að fá nákvæma kostnaðargreiningu á verkefninu og tryggja verður að verkefnið fari ekki fram úr áætlunum. Áformum um bætta þjónustu við notendur í Grafarvogi og Breiðholti er fagnað, en við söknum þess þó að þjónusta sé bætt við fleiri hverfi í efri byggðum. Við teljum málið brýnt og þætti rétt að setja aukinn þrýsting svo útfærslan geti komið til framkvæmda eigi síðar en 1. janúar 2019.“
Strætó Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira