Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2018 08:20 Viðræðurnar eru vegna uppfærðar EBITDA-spár félagsins. vísir/rakel Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. Nafnvirði bréfanna eru 190 milljónir dollara, eða um 21,5 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair Group og vísað til uppfærðrar EBITDA-spár fyrirtækisins sem birt var hinn 27. ágúst síðastliðinn. „Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að í ljósi spárinnar sé félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, „til til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl.“ Tilkynningu Icelandair Group vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Vísað er til uppfærðrar EBITDA spár Icelandair Group sem birt var hinn 27. ágúst sl. og óveðtryggðra skuldabréfa félagsins með auðkennið ISIN NO0010776982 að nafnvirði 190 milljónir USD. Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar. Í dag hóf Icelandair Group viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af hinum útgefnu bréfum.Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár Icelandair Group er félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl. Eigið fé nam 530 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 673 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 143 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 343 milljónum USD en þar af voru 121 milljón USD veðtryggðar. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna ofangreinds. Icelandair Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. Nafnvirði bréfanna eru 190 milljónir dollara, eða um 21,5 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair Group og vísað til uppfærðrar EBITDA-spár fyrirtækisins sem birt var hinn 27. ágúst síðastliðinn. „Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að í ljósi spárinnar sé félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, „til til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl.“ Tilkynningu Icelandair Group vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Vísað er til uppfærðrar EBITDA spár Icelandair Group sem birt var hinn 27. ágúst sl. og óveðtryggðra skuldabréfa félagsins með auðkennið ISIN NO0010776982 að nafnvirði 190 milljónir USD. Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar. Í dag hóf Icelandair Group viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af hinum útgefnu bréfum.Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár Icelandair Group er félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl. Eigið fé nam 530 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 673 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 143 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 343 milljónum USD en þar af voru 121 milljón USD veðtryggðar. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna ofangreinds.
Icelandair Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01
Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00
Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34