Formaður VR sakar SA um ábyrgðalaust tal í launamálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VISIR/EGILL Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54
SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00