Formaður VR sakar SA um ábyrgðalaust tal í launamálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VISIR/EGILL Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Formaður VR segir ábyrgðarlaust að hálfu Samtaka atvinnulífsins að fullyrða að svigrúm til launahækkana sé ekkert á sama tíma og efsta lag samfélagsins hafi tekið til sín miklar launahækkanir. Hins vegar tekur hann undir nauðsyn þess að farið verði í átak í húsnæðismálum fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa sent forystu verkalýðshreyfingarinnar bréf með áherslum sínum fyrir komandi kjarasamninga sem renna út á almennum vinnumakaði um áramót. Samkvæmt lögum þurfa viðræðuáætlanir að liggja fyrir tíu vikum áður en gildandi samningar renna út eða hinn 22. október. Samtök atvinnulífsins vilja hins vegar hefja viðræður nú þegar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem er fjölmennasta verkalýðsfélag landsins tók ekki vel í hugmyndir Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það eina sem ég sé jákvætt í þessu er fyrst og fremst viljinn og samstaðan með okkur um að hér þurfi að fara í þjóðarátak í húsnæðismálum,“ segir Ragnar Þór. Þar sjái hann stór tækifæri í samvinnu með Samtökum atvinnulífsins, iðnaðarins og fleirum við að stórbæta kjör félagsmanna VR sem einnig myndi bæta atvinnustigið. Aftur á móti telur Ragnar Þór hugmyndir Samtaka atvinnulífsins varðandi launaliðinn og þróun vaxta ekki vera grundvöll til viðræðna. Það þurfi að skoða launaþróunina í stærra samhengi við hagstjórnina og peningastefnu Seðlabankans. Undanfarin ár hafi verið verðhjöðnun að húsnæðisliðnum slepptum. „Í því ástandi erum við samt með vaxtastigið hér á Íslandi í himinhæðum og trónum langt yfir öllum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þannig að það er eitthvað meiriháttar mikið að í hagstjórninni,“ segir Ragnar Þór. Að skella skuldinni á launaliðinn einan sýni að ekkert hafi breyst í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Og þetta er að mínu mati ábyrgðarlaust. Það er ábyrgðarlaust að koma fram og segja að svigrúm til launahækkana sé ekkert þegar efsta lag samfélagsins hefur tekið til sín með þeim hætti sem við höfum orðið vitni að. Bæði hjá hinu opinbera og svo í atvinnulífinu,“ segir formaður VR. Málflutningur sem þessi sé ekki til þess fallinn að slá á spennu í samfélaginu og ótta fyrirtækja og fólks um að hér verði hörð átök. „Ég vona að það komi ekki til eins og gerðist hér 2015 þegar við fengum okkar viðsemjendur að borðinu fyrr en búið var að samþykkja að fara í allsherjar verkföll,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54 SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. 2. október 2018 20:54
SA bjóða í dans Fleiri mál sameina okkur en sundra segir framkvæmdastjóri SA. Sendu áherslur viðræðna í gær. 2. október 2018 06:00