Viðskipti innlent

Líkur á að Icelandair semji

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Sveinn Þórarinsson.
Sveinn Þórarinsson.
Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum.

Greint var frá því í gær að fulltrúar Icelandair Group hefðu hafið viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda en samkvæmt lánaskilmálunum megi vaxtaberandi skuldir ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA-hagnaði síðustu tólf mánaða. Áætlað er að hlutfallið verði 4,4 í árslok.Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum.

„Það gæti komið til þess að Ice­landair þurfi að sækja fjármagn til þess að koma skuldahlutfallinu í lag en mér finnst allar líkur á því að í staðinn verði endursamið. Hagsmunir beggja aðila ættu að liggja þar, “ segir Sveinn Þórarinsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Skuldabréfaeigendur eigi ekki að hafa hagsmuni af því að gjaldfella bréfin þó það fari að vísu eftir því hverjir aðilarnir eru.

„Þessir skilmálar voru góðir fyrir skuldabréfaeigendur enda settir á tíma þegar allt lék í lyndi. Þeir gætu því þurft að gefa eftir.“

Spurður hvort viðræðurnar geti leitt til hærri skuldabréfakjara bendir Sveinn á að skuldbindingarnar séu ekki stórar í heildarsamhenginu og staðan öllu betri hjá Icelandair en mörgum öðrum flugfélögum. Hins vegar megi búast við því að kjörin hækki, enda hafi afkoman versnað hratt síðasta árið hjá félaginu. 


Tengdar fréttir

Icelandair hefur viðræður við lánardrottna

Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×