Íslandsmeistararnir hefja leik gegn nýliðunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. október 2018 14:00 KR fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð í vor. Kemur sá sjötti í safnið? vísir Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Domino's deild karla fer af stað í kvöld og er tímabilið í ár eitt það óútreiknanlegasta í langan tíma. Stjörnunni er spáð sigri, Íslandsmeisturum KR spáð í baráttu um heimaleikjarétt og deildarmeistarar Hauka gætu fallið ef einhverjar spár ganga eftir. Síðasta vetur var KKÍ gert að afnema svokallaða 4+1 reglu sem takmarkaði fjölda erlendra leikmanna í liðum deilda sambandsins við einn. Nú mega liðin tefla fram eins mörgum evrópskum leikmönnum og þau vilja. Það er því mikið af óþekktum stærðum í liðunum fyrir þetta tímabil og erfitt að segja til um hvað gerist í vetur. Eitt virðast flestir þó sammála um: Stjarnan mun vera í toppbaráttunni.Ægir Þór Steinarsson kann við sig í bláu. Hann er nú kominn í Stjörnubláttvísir/ernirStjörnumenn fengu til sín landsliðsmanninn Ægi Þór Steinarsson sem snéri heim úr atvinnumennsku á Spáni og finnska landsliðsmanninn Antti Kanervo. Það kemur í ljós annað kvöld hvernig Garðabæjarliðið kemur undan sumrinu, þeir hefja leik gegn ÍR. Deildin hefst hins vegar með fjórum leikjum í kvöld. KR hefur verið með einokun á Íslandsmeistaratitlinum síðustu fimm árin en þar gæti orðið breyting á eftir miklar mannabreytingar í sumar. KR-ingar voru teknir í karphúsið af Tindastólsmönnum í Meistarakeppni KKÍ síðasta sunnudag og frammistaða liðsins hefur ekki fyllt mörg hjörtu í Vesturbænum af von. KR-ingar mæta nýliðum Skallagríms í DHL-höllinni í kvöld. Á síðasta tímabili mættu þeir einnig nýliðum í fyrstu umferð, þá sóttu þeir Valsmenn heim. Sá leikur endaði með sjö stiga sigri KR.Sigtryggur Arnar Björnsson er farinn úr vínrauðu í GrindavíkurgultVísir/EyþórBikarmeistarar Tindastóls fögnuðu sínum fyrsta titli þegar þeir lyftu Maltbikarnum í janúar. Þeir bættu í safnið á sunnudaginn með meistarar meistaranna bikarnum eftir sigurinn á KR. Þeir hefja tímabilið heima á Sauðárkróki þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta í Síkið. Stólarnir unnu báða leiki þessara liða á síðasta tímabili, þar af stórsigur í Síkinu. Suður með sjó mæta hinir nýliðar deildarinnar Breiðablik gulum Grindvíkingum. Grindavík endaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra og tapaði gegn Tindastól í 8-liða úrslitunum. Rauðu fuglafélögin Valur og Haukar mætast svo í Origo höllinni á Hlíðarenda. Deildarmeistararnir misstu fjóra stóra leikmenn í sumar og veðja flestir á að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í vetur. Ívar Ásgrímsson sagði sjálfur að það væri líklega óraunhæft fyrir Hauka að stefna á heimaleikjarétt, 5.-6. sæti væri markmiðið. Umferðin klárast svo á föstudaginn með stórleik í Ljónagryfjunni, grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur, og allir leikirnir verða að sjálfsögðu gerðir upp í Domino's Körfuboltakvöldi sem verður á sínum stað líkt og fyrri ár.1. umferð Domino's deildar karla:Fimmtudagur 4. október 19:15 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 19:15 KR - Skallagrímur 19:15 Grindavík - Breiðablik 19:15 Valur - Haukar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3Föstudagur 5. október 18:30 Stjarnan - ÍR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 20:15 Njarðvík - Keflavík, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti