Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2018 11:35 Blóðgjafar á rauðu bekkjunum í Blóðbankanum á Snorrabraut. Vísir/Egill Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. Þetta er mat Sóttvarnalæknis sem tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins eftir umræðu um efnið í sumar. Þetta kemur í tímaritinu Farsóttafréttir sem Landlæknir gefur út (PDF). Sóttvarnarlæknir segist hafa metið stöðuna og lýst þessu sem mögueika að teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða. Með vandaðri skimun blóðs á að vera lítil eða nánast engin hætta á blóðbornu smiti með slíku fyrirkomulagi. „Hafa þarf í huga að engin blóðgjöf er fullkomlega örugg og allar aðgerðir þurfa að taka mið af því að draga úr áhættu eins og kostur er. Því þarf skimun fyrir blóðkornum sjúkdómsvöldum að ná til allra blóðgjafa,“ segir sóttvarnarlæknir. Forsendur þess að karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM) verði leyft að gefa blóð að undangengnu kynlífsbindini eru tvær að mati sóttvarnarlæknis. Annars vegar að spurningar til blóðgjafa þurfi að vanda og gæta fyllsta trúnaðar. Hins vegar að rannsóknaraðferðir við skimun á öllu blóði fyrir HIV, lifrarbólgu B og C og sárasótt verði að vera áreiðanlegar og kostnaðarhagkvæmar. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð.Heilbrigðisráðherra hefur sagt ákvörðun í málinu handan við hornið. Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. Þetta er mat Sóttvarnalæknis sem tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins eftir umræðu um efnið í sumar. Þetta kemur í tímaritinu Farsóttafréttir sem Landlæknir gefur út (PDF). Sóttvarnarlæknir segist hafa metið stöðuna og lýst þessu sem mögueika að teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða. Með vandaðri skimun blóðs á að vera lítil eða nánast engin hætta á blóðbornu smiti með slíku fyrirkomulagi. „Hafa þarf í huga að engin blóðgjöf er fullkomlega örugg og allar aðgerðir þurfa að taka mið af því að draga úr áhættu eins og kostur er. Því þarf skimun fyrir blóðkornum sjúkdómsvöldum að ná til allra blóðgjafa,“ segir sóttvarnarlæknir. Forsendur þess að karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM) verði leyft að gefa blóð að undangengnu kynlífsbindini eru tvær að mati sóttvarnarlæknis. Annars vegar að spurningar til blóðgjafa þurfi að vanda og gæta fyllsta trúnaðar. Hins vegar að rannsóknaraðferðir við skimun á öllu blóði fyrir HIV, lifrarbólgu B og C og sárasótt verði að vera áreiðanlegar og kostnaðarhagkvæmar. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð.Heilbrigðisráðherra hefur sagt ákvörðun í málinu handan við hornið.
Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00