Innlent

Eva Joly afboðar sig á Hrunráðstefnu HÍ

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Joly var sérstakur ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar í kjölfar bankahrunsins 2008.
Eva Joly var sérstakur ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar í kjölfar bankahrunsins 2008. Vísir/Getty
Franski Evrópuþingmaðurinn Eva Joly hefur afboðað sig á ráðstefnu Háskóla Íslands um Hrunið sem hefst á morgun.

Í tilkynningu frá HÍ segir að þetta sé vegna „ófyrirsjáanlegra aðstæðna“, en Joly átti að vera annar aðalfyrirlesara ráðstefnunnar og flytja erindi við setningu hennar klukkan 13 til 14.30. Joly var árið 2009 ráðin sérstakur ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar vegna bankahrunsins.

„Í hennar stað kemur Ralph Catalano, prófessor í lýðheilsu við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum, sem er hinn aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Hann átti upphaflega að flytja erindi á laugardagsmorgun kl. 9.15. Catalano, sem flytur erindið „The Health Effects of Recessions Great and Small“ á morgun, er meðal fremstu vísindamanna í rannsóknum á tengslum efnahagslífs og lýðheilsu, einkum áhrifum félags- og efnahagslegra þátta á álag og álagstengd heilbrigðisvandamál innan samfélagshópa og samfélaga.

Í kjölfar setningar ráðstefnunnar verður boðið upp á málstofur þar sem fjallað verður um rannsóknir sem snúa að ýmsum hliðum efnahagshrunsins, en málstofurnar standa frá kl. 15-17 á morgun. Ráðstefnan heldur svo áfram laugardaginn 6. október kl. 10.30-16 með fleiri spennandi málstofum og erindum um aðdraganda og áhrif hrunsins,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×