Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. október 2018 17:22 Eldiskvíar í Tálknafirði Arnarlax Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Umhverfisstofnun veitti leyfin í desember á síðasta ári. Greint var frá því í síðustu viku að sama nefnd hefði fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna sem Matvælastofnun hafði veitt fyrirtækjunum í sama tilgangi. Ýmis náttúruverndarsamtök ásamt eigendum áa, og eigenda veiðiréttinda í ám á Vestfjörðum kærðu útgáfu starfsleyfa og rekstrarleyfa til nefndarinnar.Mörgum spurningum ósvarað Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað í kjölfar úrskurðar nefndarinnar. Úrskurðarnefnd telji að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti, en stofnunin taki ekki undir röksemdir nefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. „Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.Mæla með að réttaráhrifum verði frestað Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig stofnunin mun bregðast við niðurstöðum úrskurðanna en farið verði yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Lesa má tilkynningu Umhverfisstofnunar í heild sinni að neðan.Mörgum spurningum ósvarað í kjölfar úrskurðaÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvarðanir Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfa fyrir rekstraraðilana Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. í Patreks- og Tálknafirði. Áður hafði úrskurðarnefnd fellt út gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfa til sömu aðila á grundvelli sömu röksemda.Úrskurðarnefnd telur að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig brugðist verður við niðurstöðum úrskurðanna en farið verður yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Seiði hafa einungis verið sett út á einu eldissvæði og umfang því lítið enn sem komið er.Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.Tekur stofnunin ekki undir röksemdir úrskurðarnefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti.Úrskurðarnefnd telur að skyldur leyfisveitenda nái ekki einvörðungu til þess að taka afstöðu til þeirra efnislegu niðurstaða sem í áliti Skipulagsstofnunar felast heldur einnig til þess að kanna hvort aðrir annmarkar geti verið til staðar, s.s. að skort hafi á umfjöllun um valkosti.Umhverfisstofnun telur að í því felist krafa um formlegt og efnislegt endurmat leyfisveitanda á áliti Skipulagsstofnunar. Úrskurðurinn sýnir þörf á að skýrt verði nánar í lögum hvert sé hlutverk leyfisveitenda hvað varðar ábyrgð á áliti um mat á umhverfisáhrifum.Mikilvægt er að árétta að leyfin eru ógilt á grundvelli þess að umhverfismati hafi verið áfátt en ekki að skilyrði í starfsleyfi um mengunarvarnir hafi verið ófullnægjandi.Lesa má úrskurði nefndarinnar hér og hér. Fiskeldi Tengdar fréttir Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Umhverfisstofnun veitti leyfin í desember á síðasta ári. Greint var frá því í síðustu viku að sama nefnd hefði fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna sem Matvælastofnun hafði veitt fyrirtækjunum í sama tilgangi. Ýmis náttúruverndarsamtök ásamt eigendum áa, og eigenda veiðiréttinda í ám á Vestfjörðum kærðu útgáfu starfsleyfa og rekstrarleyfa til nefndarinnar.Mörgum spurningum ósvarað Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað í kjölfar úrskurðar nefndarinnar. Úrskurðarnefnd telji að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti, en stofnunin taki ekki undir röksemdir nefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. „Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.Mæla með að réttaráhrifum verði frestað Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig stofnunin mun bregðast við niðurstöðum úrskurðanna en farið verði yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Lesa má tilkynningu Umhverfisstofnunar í heild sinni að neðan.Mörgum spurningum ósvarað í kjölfar úrskurðaÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvarðanir Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfa fyrir rekstraraðilana Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. í Patreks- og Tálknafirði. Áður hafði úrskurðarnefnd fellt út gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfa til sömu aðila á grundvelli sömu röksemda.Úrskurðarnefnd telur að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig brugðist verður við niðurstöðum úrskurðanna en farið verður yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Seiði hafa einungis verið sett út á einu eldissvæði og umfang því lítið enn sem komið er.Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.Tekur stofnunin ekki undir röksemdir úrskurðarnefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti.Úrskurðarnefnd telur að skyldur leyfisveitenda nái ekki einvörðungu til þess að taka afstöðu til þeirra efnislegu niðurstaða sem í áliti Skipulagsstofnunar felast heldur einnig til þess að kanna hvort aðrir annmarkar geti verið til staðar, s.s. að skort hafi á umfjöllun um valkosti.Umhverfisstofnun telur að í því felist krafa um formlegt og efnislegt endurmat leyfisveitanda á áliti Skipulagsstofnunar. Úrskurðurinn sýnir þörf á að skýrt verði nánar í lögum hvert sé hlutverk leyfisveitenda hvað varðar ábyrgð á áliti um mat á umhverfisáhrifum.Mikilvægt er að árétta að leyfin eru ógilt á grundvelli þess að umhverfismati hafi verið áfátt en ekki að skilyrði í starfsleyfi um mengunarvarnir hafi verið ófullnægjandi.Lesa má úrskurði nefndarinnar hér og hér.
Fiskeldi Tengdar fréttir Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38