Ingi: Getum ekki reiknað með Pavel fyrr en við sjáum hann á æfingu Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2018 21:53 Ingi var ánægður með sína menn í kvöld. vísir/ernir Nýr þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, er kominn aftur á heimaslóðir en hann þjálfaði KR frá 1999 til 2004 en er snúinn aftur í Vesturbæinn til að sjá um uppbygginguna eftir ansi langa og samfellda sigurgöngu KR í körfubolta undanfarin ár. Fyrsti leikurinn var fyrr í kvöld á móti nýliðum Skallagríms og var hann spurður að því hvernig tilfinningin væri að klára fyrsta leikinn í nýjum búning. „Þetta er nú gamall og góður búningur og maður flýr ekki uppruna sinn. Tilfinningin er samt ótrúlega góð,” sagði Ingi Þór í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigldu heimamenn fram úr en sex stigum munaði á liðunum í hálfleik en KR vann að lokum 109-93. Ingi Þór var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Við tökum ekkert af Skallagrím, þeir voru sprækir og gerðu mjög vel hérna. Voru að skjóta boltanum mjög vel og sóttu hart að okkur en við náðum svo að stoppa fyrir smá leka og héldum síðan ákafanum út leikinn þannig að leiðir skildu en við erum kannski með örlítið meiri breidd en þeir.” „Við löguðum nokkur atriði varnarlega og það gaf okkur auðveldar körfur sem við nýttum okkur til að skapa sigurinn.“ Inga líst mjög vel á komandi tímabil en gerir sér alveg grein fyrir því að verkefnið er ærið enda er þetta sigursæla félag í endurbyggingu. „Þetta er bara nýtt lið. Liðið sem í fyrra hökti að titlinum á nánast ótrúlegan hátt er farið nánast allt eða allavega hryggjarsúlan úr því. Þekkingin er hinsvegar til staðar hérna og við erum bara auðmjúk og nálgumst verkefnið þannig að við ætlum okkur að búa til gott lið og taka okkur tíma í það.” „Við erum raunhæf og erum ekkert að taka fram úr okkur með neitt, ætlum að láta verkin tala.” „Eins og staðan er í dag þá eigum við langt í land, við sýndum það seinasta sunnudag að við eigum langt í land til að vera góðir og á meðan ég og Hjalti og strákarnir erum meðvitaðir um þetta og erum að vinna í því þá eigum við eftir að vera betri.“ Að lokum var Ingi spurður út í stöðuna á Pavel Ermolinskij en ekkert hefur heyrst um það hvað hann ætlar að gera í vetur. „Staðan hjá Pavel er í raun og veru óákveðin, hann er meiddur og ekki að æfa með okkur eins og er. Vonandi þegar lengra líður þá gerist eitthvað í þeim málum. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með hann í hópnum hjá okkur þannig að við getum ekkert reiknað með honum fyrr en við sjáum hann á æfingu.” Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Nýr þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, er kominn aftur á heimaslóðir en hann þjálfaði KR frá 1999 til 2004 en er snúinn aftur í Vesturbæinn til að sjá um uppbygginguna eftir ansi langa og samfellda sigurgöngu KR í körfubolta undanfarin ár. Fyrsti leikurinn var fyrr í kvöld á móti nýliðum Skallagríms og var hann spurður að því hvernig tilfinningin væri að klára fyrsta leikinn í nýjum búning. „Þetta er nú gamall og góður búningur og maður flýr ekki uppruna sinn. Tilfinningin er samt ótrúlega góð,” sagði Ingi Þór í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigldu heimamenn fram úr en sex stigum munaði á liðunum í hálfleik en KR vann að lokum 109-93. Ingi Þór var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Við tökum ekkert af Skallagrím, þeir voru sprækir og gerðu mjög vel hérna. Voru að skjóta boltanum mjög vel og sóttu hart að okkur en við náðum svo að stoppa fyrir smá leka og héldum síðan ákafanum út leikinn þannig að leiðir skildu en við erum kannski með örlítið meiri breidd en þeir.” „Við löguðum nokkur atriði varnarlega og það gaf okkur auðveldar körfur sem við nýttum okkur til að skapa sigurinn.“ Inga líst mjög vel á komandi tímabil en gerir sér alveg grein fyrir því að verkefnið er ærið enda er þetta sigursæla félag í endurbyggingu. „Þetta er bara nýtt lið. Liðið sem í fyrra hökti að titlinum á nánast ótrúlegan hátt er farið nánast allt eða allavega hryggjarsúlan úr því. Þekkingin er hinsvegar til staðar hérna og við erum bara auðmjúk og nálgumst verkefnið þannig að við ætlum okkur að búa til gott lið og taka okkur tíma í það.” „Við erum raunhæf og erum ekkert að taka fram úr okkur með neitt, ætlum að láta verkin tala.” „Eins og staðan er í dag þá eigum við langt í land, við sýndum það seinasta sunnudag að við eigum langt í land til að vera góðir og á meðan ég og Hjalti og strákarnir erum meðvitaðir um þetta og erum að vinna í því þá eigum við eftir að vera betri.“ Að lokum var Ingi spurður út í stöðuna á Pavel Ermolinskij en ekkert hefur heyrst um það hvað hann ætlar að gera í vetur. „Staðan hjá Pavel er í raun og veru óákveðin, hann er meiddur og ekki að æfa með okkur eins og er. Vonandi þegar lengra líður þá gerist eitthvað í þeim málum. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með hann í hópnum hjá okkur þannig að við getum ekkert reiknað með honum fyrr en við sjáum hann á æfingu.”
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira