Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan.
Í ár bárust alls 329 tilnefningar, þar af eru 217 einstaklingar og 112 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt.
Norska nóbelsnefndin afhenti á síðasta ári Friðarverðlaunin til Aþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (e. International campaign to abolish nuclear weapons – ICAN). Samtökin hlutu verðlaunin fyrir að vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem hverskyns notkun á kjarnavopnum hefur á mannkynið og fyrir að leggja grunn að því að ná á alþjóðlegri samþykkt um bann slíkra vopna.