Játaði hjá lögreglu en fer nú fram á frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2018 10:19 Sigurður við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/vilhelm Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verður fyrirtöku málsins frestað til 25. október næstkomandi. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins þar sem lögreglan komst á snoðir um málið og skipti þeim út fyrir gerviefni í lok desember. Sigurður er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn á amfetamíninu, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Verjandi Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, sagði í héraðsdómi í morgun að farið væri fram á frest sökum þess hversu viðamikil gögn málsins eru og ekki hefði náðst að fara yfir þau öll. Margt þurfi enn að skýra í tengslum við málið áður en Sigurður geti hugsað sér að taka afstöðu. Sigurður hefur áður játað sök í málinu við skýrslutöku lögreglu. Tveir menn á þrítugsaldri eru ákærðir í málinu til viðbótar. Annar þeirra, sem gefið var að sök að hafa tekið á móti fíkniefnunum og falið þau í rjóðri, játaði sök í héraðsdómi en hafnaði því að hann hefði vitað að um fíkniefni hefði verið að ræða. Sagðist hann hafa talið að í pakkanum væru sterar. Þá hafi hann tekið á móti efnunum gegnniðurfellingu á smávægilegri skuld. Þriðji maðurinn var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun. Verjandi hans óskaði einnig eftir fresti. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann sætti í þrjá mánuði eftir að hann kom hingað til lands frá Spáni í lok janúar. Hann hafði áður játað sök í málinu og hefur verið í farbanni síðan hann losnaði úr varðhaldi. Verjandi Sigurðar hefur gagnrýnt seinagang í rannsókn málsins. Lögregla bar því fyrir sig að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni og því hefði rannsóknin dregist. Sigurður er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs og lamaðist en málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Í apríl var Sigurður ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Fyrrverandi tengdamóðir hans, Unnur Birgisdóttir, var einnig ákærð í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37 Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði. 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verður fyrirtöku málsins frestað til 25. október næstkomandi. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins þar sem lögreglan komst á snoðir um málið og skipti þeim út fyrir gerviefni í lok desember. Sigurður er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn á amfetamíninu, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Verjandi Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, sagði í héraðsdómi í morgun að farið væri fram á frest sökum þess hversu viðamikil gögn málsins eru og ekki hefði náðst að fara yfir þau öll. Margt þurfi enn að skýra í tengslum við málið áður en Sigurður geti hugsað sér að taka afstöðu. Sigurður hefur áður játað sök í málinu við skýrslutöku lögreglu. Tveir menn á þrítugsaldri eru ákærðir í málinu til viðbótar. Annar þeirra, sem gefið var að sök að hafa tekið á móti fíkniefnunum og falið þau í rjóðri, játaði sök í héraðsdómi en hafnaði því að hann hefði vitað að um fíkniefni hefði verið að ræða. Sagðist hann hafa talið að í pakkanum væru sterar. Þá hafi hann tekið á móti efnunum gegnniðurfellingu á smávægilegri skuld. Þriðji maðurinn var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun. Verjandi hans óskaði einnig eftir fresti. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann sætti í þrjá mánuði eftir að hann kom hingað til lands frá Spáni í lok janúar. Hann hafði áður játað sök í málinu og hefur verið í farbanni síðan hann losnaði úr varðhaldi. Verjandi Sigurðar hefur gagnrýnt seinagang í rannsókn málsins. Lögregla bar því fyrir sig að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni og því hefði rannsóknin dregist. Sigurður er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs og lamaðist en málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Í apríl var Sigurður ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Fyrrverandi tengdamóðir hans, Unnur Birgisdóttir, var einnig ákærð í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37 Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði. 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56
Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37
Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði. 16. ágúst 2018 10:38
Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent