Finna þarf urðunarstað fyrir óvirkan úrgang á Suðurlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. október 2018 07:30 Sífellt minna sorp er urðað en eftir stendur úrgangur eins og múrbrot, gler og uppmokstur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ „Það er öllum ljóst að þetta er brýnt úrlausnarefni. Bæjarstjórnin vill hins vegar stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að bæta við urðunarstað í sveitarfélaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, en meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafna nýtingu Nessands fyrir urðunarstað. Í viljayfirlýsingu sorpsamlaga á Suðvesturlandi, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, segir að nauðsynlegt sé að þessir aðilar sameinist um lausnir eins og kostur er. Hámarkshagkvæmni verði náð með því að hver og einn leggi sitt til lausna sem nýst geti öðrum. Meðal þessara lausna er fyrirhuguð gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi sem ætlað er að breyta lífrænum úrgangi í lífdísil og sorpbrennsla Kölku á Reykjanesi. Fyrir liggur að urðun verði hætt í Álfsnesi 2020 og finna þarf stað fyrir urðun óvirks úrgangs. Var nýr urðunarstaður hugsaður sem framlag Suðurlands í þetta samstarf. „Við höfum verið í viðræðum við Sorpstöð Suðurlands um urðunarstað sem tæki að hluta til við af Álfsnesi. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss kemur mér svolítið á óvart því það hefur legið í loftinu að það væri vilji fyrir þessu. Þarna yrðu um 20 þúsund tonn urðuð á ári og ekki yrði um að ræða úrgang sem rotnar eða fýkur,“ segir Björn H. Halldórsson, forstjóri Sorpu. Elliði segir að ýmislegt hafi breyst frá því 2009 þegar Nessandur hafi verið talinn ákjósanlegur staður fyrir urðun. „Matvælavinnslan er nær og sérstaða Ölfuss sem matvælaklasa hefur breyst. Svo höfum við hér fyrirtæki í vatnsútflutningi.“ Hann bendir á að urðunarstaður hafi verið í sveitarfélaginu fram til 2009. Nessandur hafi aðeins verið einn af níu stöðum sem hafi þótt koma til greina. „Það þarf að setja aukna áherslu á að leysa þetta og við munum fara í þá vinnu með okkar samstarfsaðilum,“ segir Elliði. Fulltrúar O-listans í bæjarstjórn Ölfuss greiddu atkvæði gegn tillögunni um að hafna urðunarstað á Nessandi. Í bókun minnihlutans segir að það sé samfélagsleg ábyrgð að taka þátt í því að leita lausna í þessum málaflokki. Engar forsendur séu fyrir því að leggjast gegn því að viðkomandi urðunarstaður verði áfram skoðaður sem valmöguleiki. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, segir samvinnu á þessu sviði mikilvæga og að styrkleikar hvers aðila séu nýttir. „Þessi gamla ímynd af sorpurðun á ekki lengur við. Þetta er allt annað í dag þegar búið er að taka lífræna úrganginn út og engin lyktarmál fyrir hendi. Hugmyndafræðin er samt sú að urða sem allra minnst. Aukin áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að eftir standa efni sem eru frekar föst og ekki fokgjörn.“ Hann segir enga niðurstöðu komna í málið en finnist rétti staðurinn eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Við ákváðum að halda áfram að skoða okkar möguleika en það þarf að kanna möguleikana á svæðinu betur. Nú reynum við að spýta í lófana og sjá hvort við getum ekki leyst þetta.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Hrunamannahreppur Ölfus Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
„Það er öllum ljóst að þetta er brýnt úrlausnarefni. Bæjarstjórnin vill hins vegar stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að bæta við urðunarstað í sveitarfélaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, en meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafna nýtingu Nessands fyrir urðunarstað. Í viljayfirlýsingu sorpsamlaga á Suðvesturlandi, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, segir að nauðsynlegt sé að þessir aðilar sameinist um lausnir eins og kostur er. Hámarkshagkvæmni verði náð með því að hver og einn leggi sitt til lausna sem nýst geti öðrum. Meðal þessara lausna er fyrirhuguð gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi sem ætlað er að breyta lífrænum úrgangi í lífdísil og sorpbrennsla Kölku á Reykjanesi. Fyrir liggur að urðun verði hætt í Álfsnesi 2020 og finna þarf stað fyrir urðun óvirks úrgangs. Var nýr urðunarstaður hugsaður sem framlag Suðurlands í þetta samstarf. „Við höfum verið í viðræðum við Sorpstöð Suðurlands um urðunarstað sem tæki að hluta til við af Álfsnesi. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss kemur mér svolítið á óvart því það hefur legið í loftinu að það væri vilji fyrir þessu. Þarna yrðu um 20 þúsund tonn urðuð á ári og ekki yrði um að ræða úrgang sem rotnar eða fýkur,“ segir Björn H. Halldórsson, forstjóri Sorpu. Elliði segir að ýmislegt hafi breyst frá því 2009 þegar Nessandur hafi verið talinn ákjósanlegur staður fyrir urðun. „Matvælavinnslan er nær og sérstaða Ölfuss sem matvælaklasa hefur breyst. Svo höfum við hér fyrirtæki í vatnsútflutningi.“ Hann bendir á að urðunarstaður hafi verið í sveitarfélaginu fram til 2009. Nessandur hafi aðeins verið einn af níu stöðum sem hafi þótt koma til greina. „Það þarf að setja aukna áherslu á að leysa þetta og við munum fara í þá vinnu með okkar samstarfsaðilum,“ segir Elliði. Fulltrúar O-listans í bæjarstjórn Ölfuss greiddu atkvæði gegn tillögunni um að hafna urðunarstað á Nessandi. Í bókun minnihlutans segir að það sé samfélagsleg ábyrgð að taka þátt í því að leita lausna í þessum málaflokki. Engar forsendur séu fyrir því að leggjast gegn því að viðkomandi urðunarstaður verði áfram skoðaður sem valmöguleiki. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, segir samvinnu á þessu sviði mikilvæga og að styrkleikar hvers aðila séu nýttir. „Þessi gamla ímynd af sorpurðun á ekki lengur við. Þetta er allt annað í dag þegar búið er að taka lífræna úrganginn út og engin lyktarmál fyrir hendi. Hugmyndafræðin er samt sú að urða sem allra minnst. Aukin áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að eftir standa efni sem eru frekar föst og ekki fokgjörn.“ Hann segir enga niðurstöðu komna í málið en finnist rétti staðurinn eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Við ákváðum að halda áfram að skoða okkar möguleika en það þarf að kanna möguleikana á svæðinu betur. Nú reynum við að spýta í lófana og sjá hvort við getum ekki leyst þetta.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Hrunamannahreppur Ölfus Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent