Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. október 2018 19:30 Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“ Ísrael Palestína Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“
Ísrael Palestína Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira