Heitir því að elta þá uppi sem unnu skemmdarverk við vinsæla fjörupotta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 11:00 Umgengnin var eins og eftir svín að sögn Elvars Reykjalín. Mynd/Elvar Reykjalín Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira