Enn segja breskir fjölmiðlar falsfréttir sem tengjast Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 14:00 Fylgst er grannt með Benny. Vísir/AP Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar. Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar.
Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45