Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. október 2018 19:30 Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna telur heimsbyggðina hafa tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Nefndin gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Skýrslan var kynnt í Incheon í Suður-Kóreu í dag en vísindanefndin telur að rétt rúmur áratugur er til stefnu áður en markmið ríkja heims um að halda hlýnun jarðar undir 1.5 gráðum sé úr myndinni. Bjartsýnustu birtingarmyndir skýrslunnar gera ráð fyrir því að hlýnun jarðar muni valda verri þurrkum, flóðum og hitabylgjum með tilheyrandi afleiðingum fyrir hundruði milljóna manna. Í skýrslunni segir að enn sé gluggi til að bregðast við en slíkar aðgerðir þurfi að vera umfangsmeiri en áður hefur verið gert ráð fyrir og muni kosta um 2.5 prósent af vergri heimsframleiðslu.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Meðal markmiða sem nefndin telur að ríki heims þurfi að uppfilla til að ná markmiði um 1.5 gráður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Endurnýjanlegir orkugjafar þurfa að skaffa heimsbyggðinni 85 prósent af allri raforku. Draga þarf nær algerlega úr kolanotkun. Um 7 milljón ferkílómetra lands þarf undir rækt sem nýtist í lífrænt eldsneyti og ná þarf kolefnishlutleysi í heiminum fyrir árið 2050. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Ísland þurfi að leggja sitt af mörkum í þessum efnum. „Horfurnar hér á Íslandi eru mjög erfiðar sérstaklega vegna súrnun sjávar,“ segir Árni. „Súrnun sjávar fylgir aukinni losun af koltvísýringi. Koltvísýringurinn binst í hafinu og hafið súrnar og það hefur neikvæð áhrif fyrir lífríkið.“ Hann segir að ýmislegt sé hægt að gera hér á landi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ýmislegt gott hafi komið fram í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en umhverfisráðherra hefur sagt að áætlunin verði endurnýjuð strax á næsta ári. „Það þurfa til dæmis að eiga sér stað orkuskipti í samgöngum. Dísil og bensín þurfa að fara út og rafmagn eða metan inn,“ segir Árni. „Svo ættum við að styrkja almenningssamgöngur í meira mæli. Það er einn stóri pósturinn að minnka losun í samgöngum.“ Að mati Árna vantar þætti í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snúa að samningi við Evrópusambandið um sameiginlega ábyrgð sambandsins, Noregs og Íslands hvað samdrátt í losun varðar. Norðurlönd Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna telur heimsbyggðina hafa tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Nefndin gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Skýrslan var kynnt í Incheon í Suður-Kóreu í dag en vísindanefndin telur að rétt rúmur áratugur er til stefnu áður en markmið ríkja heims um að halda hlýnun jarðar undir 1.5 gráðum sé úr myndinni. Bjartsýnustu birtingarmyndir skýrslunnar gera ráð fyrir því að hlýnun jarðar muni valda verri þurrkum, flóðum og hitabylgjum með tilheyrandi afleiðingum fyrir hundruði milljóna manna. Í skýrslunni segir að enn sé gluggi til að bregðast við en slíkar aðgerðir þurfi að vera umfangsmeiri en áður hefur verið gert ráð fyrir og muni kosta um 2.5 prósent af vergri heimsframleiðslu.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Meðal markmiða sem nefndin telur að ríki heims þurfi að uppfilla til að ná markmiði um 1.5 gráður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Endurnýjanlegir orkugjafar þurfa að skaffa heimsbyggðinni 85 prósent af allri raforku. Draga þarf nær algerlega úr kolanotkun. Um 7 milljón ferkílómetra lands þarf undir rækt sem nýtist í lífrænt eldsneyti og ná þarf kolefnishlutleysi í heiminum fyrir árið 2050. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Ísland þurfi að leggja sitt af mörkum í þessum efnum. „Horfurnar hér á Íslandi eru mjög erfiðar sérstaklega vegna súrnun sjávar,“ segir Árni. „Súrnun sjávar fylgir aukinni losun af koltvísýringi. Koltvísýringurinn binst í hafinu og hafið súrnar og það hefur neikvæð áhrif fyrir lífríkið.“ Hann segir að ýmislegt sé hægt að gera hér á landi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ýmislegt gott hafi komið fram í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en umhverfisráðherra hefur sagt að áætlunin verði endurnýjuð strax á næsta ári. „Það þurfa til dæmis að eiga sér stað orkuskipti í samgöngum. Dísil og bensín þurfa að fara út og rafmagn eða metan inn,“ segir Árni. „Svo ættum við að styrkja almenningssamgöngur í meira mæli. Það er einn stóri pósturinn að minnka losun í samgöngum.“ Að mati Árna vantar þætti í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snúa að samningi við Evrópusambandið um sameiginlega ábyrgð sambandsins, Noregs og Íslands hvað samdrátt í losun varðar.
Norðurlönd Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58