Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 19:05 Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, segir enga stoð í lögum fyrir aðgerðum stjórnvalda. Vísir Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra segja frumvarpið til þess fallið að gæta meðalhófs í samskonar ákvörðunum en lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa segir stjórnvöld brjóta gegn lögum með frumvarpinu.Gefi fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur í samræmi við lög Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að verði frumvarpið samþykkt væri hægt að gæta að meðalhófi, athuga hvort unnt væri að forða verðmætatapi og skoða í leiðinni umhverfisþætti og samfélagsþætti. Þá segir hann ákvæði frumvarpsins vera samskonar þeim sem eru í lögum um hollustuhætti og sömuleiðis í lögum sem lúta að bygginga og skipulagsmálum. Uppfylli umsækjendur kröfur um bráðabirgðaleyfi veiti það fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur sem uppfylla lög og reglur í stað þess að fara í stærri aðgerðir. „Í stað þess að hús sé rifið á stundinni að þá séu gefin tækifæri til þess að gera úrbætur,“ segir Kristján Þór. Aðspurður segir Kristján Þór frumvarpið ekki fara á svig við úrskurð nefndarinnar um að fella starfsleyfi fiskeldisfyrirtækjanna tveggja úr gildi. Hann segir þá ákvörðun vera sjálfstæða og frumvarpið ekki snerta hennar úrskurð. Frumvarpið flýti einfaldlega fyrir ferli málsins en bið eftir úrskurði dómstóla væri bæði kostnaðarsöm og tímafrek. „Rekstur verður að ganga og við þekkjum það af umræðu síðustu tíu daga eða svo að það er kallað eftir úrbótum, það er kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda og þau munu birtast í þessu frumvarpi.“Ekkert rými í lögum til þess að bregðast við samskonar málum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir frumvarpið gera stjórnvöldum kleift að bregðast við þegar rekstrarleyfi er fellt úr gildi en hann segir núverandi lög ekki veita rými til þess að bregðast við, heldur þurfi tafarlaust að stöðva starfssemi. „Það getur verið nauðsynlegt að geta gefið slíkt rými í einhverjum tilfellum til þess að bæta úr annmörkum sem eru á leyfinu.“ Guðmundur segir ekki erfitt fyrir sig að styðja frumvarpið á þeim grundvelli að gæta meðalhófs í stjórnsýslunni. Hann segir þróunina vera slíka að í auknum mæli sé verið að breyta lögum til þess að tryggja meðalhóf í stjórnvaldsákvörðunum.Segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ segir Óttar og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Þá segir Óttar meðalhófsregluna ekki eiga við í þessu tilviki og segir slíkar fullyrðingar vera til þess fallnar að afvegaleiða umræðuna. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra segja frumvarpið til þess fallið að gæta meðalhófs í samskonar ákvörðunum en lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa segir stjórnvöld brjóta gegn lögum með frumvarpinu.Gefi fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur í samræmi við lög Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að verði frumvarpið samþykkt væri hægt að gæta að meðalhófi, athuga hvort unnt væri að forða verðmætatapi og skoða í leiðinni umhverfisþætti og samfélagsþætti. Þá segir hann ákvæði frumvarpsins vera samskonar þeim sem eru í lögum um hollustuhætti og sömuleiðis í lögum sem lúta að bygginga og skipulagsmálum. Uppfylli umsækjendur kröfur um bráðabirgðaleyfi veiti það fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur sem uppfylla lög og reglur í stað þess að fara í stærri aðgerðir. „Í stað þess að hús sé rifið á stundinni að þá séu gefin tækifæri til þess að gera úrbætur,“ segir Kristján Þór. Aðspurður segir Kristján Þór frumvarpið ekki fara á svig við úrskurð nefndarinnar um að fella starfsleyfi fiskeldisfyrirtækjanna tveggja úr gildi. Hann segir þá ákvörðun vera sjálfstæða og frumvarpið ekki snerta hennar úrskurð. Frumvarpið flýti einfaldlega fyrir ferli málsins en bið eftir úrskurði dómstóla væri bæði kostnaðarsöm og tímafrek. „Rekstur verður að ganga og við þekkjum það af umræðu síðustu tíu daga eða svo að það er kallað eftir úrbótum, það er kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda og þau munu birtast í þessu frumvarpi.“Ekkert rými í lögum til þess að bregðast við samskonar málum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir frumvarpið gera stjórnvöldum kleift að bregðast við þegar rekstrarleyfi er fellt úr gildi en hann segir núverandi lög ekki veita rými til þess að bregðast við, heldur þurfi tafarlaust að stöðva starfssemi. „Það getur verið nauðsynlegt að geta gefið slíkt rými í einhverjum tilfellum til þess að bæta úr annmörkum sem eru á leyfinu.“ Guðmundur segir ekki erfitt fyrir sig að styðja frumvarpið á þeim grundvelli að gæta meðalhófs í stjórnsýslunni. Hann segir þróunina vera slíka að í auknum mæli sé verið að breyta lögum til þess að tryggja meðalhóf í stjórnvaldsákvörðunum.Segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ segir Óttar og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Þá segir Óttar meðalhófsregluna ekki eiga við í þessu tilviki og segir slíkar fullyrðingar vera til þess fallnar að afvegaleiða umræðuna.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00
Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47