Facebook treður nýjar slóðir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. október 2018 06:30 Lofa að njósna ekki í gegnum Portal. Getty/Thomas Trutschel Samfélagsmiðlarisinn Facebook, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og WhatsApp, kynnti í gær tvo nýja snjallskjái úr smiðju fyrirtækisins. Skjáirnir kallast Portal og Portal Plus. Alexa, stafræni aðstoðarmaðurinn úr smiðju Amazon, er innbyggð í skjáina en þeir eru þó einna helst hugsaðir fyrir myndbandssamtöl í gegnum Messenger-appið. Með Portal og Portal Plus hafa orðið ákveðin kaflaskil í sögu Facebook. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið sendir frá sér vélbúnað. Hingað til hefur hugbúnaður verið viðfangsefnið og hefur sú vinna heppnast vel enda notar gríðarlegur fjöldi samfélagsmiðla fyrirtækisins. Þó er vert að minnast á það að Facebook keypti sýndarveruleikagleraugnaframleiðandann Oculus árið 2014. Portal-skjáirnir eru þó settir á markað undir nafni Facebook. Kynningu Facebook var ekki tekið gagnrýnislaust í gær. Jeremy White hjá tæknitímaritinu Wired sagði til að mynda að tímasetningin væri einstaklega óheppileg í ljósi þess að nýlega hafi verið brotist inn í milljónir reikninga notenda Facebook. „Spurningin er einfaldlega sú hvort fólk muni hundsa ógn við öryggi sitt vegna þess hve vel því líst á vöruna,“ sagði White. Andrew Bosworth, sem stýrir markaðssetningu Portal, sagði við BBC að skiljanlega hefðu neytendur áhyggjur af því að Facebook kæmi hljóðnemum og myndavélum inn á heimili neytenda. Facebook myndi hins vegar ekki undir nokkrum kringumstæðum njósna um viðskiptavini sína í gegnum Portal. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og WhatsApp, kynnti í gær tvo nýja snjallskjái úr smiðju fyrirtækisins. Skjáirnir kallast Portal og Portal Plus. Alexa, stafræni aðstoðarmaðurinn úr smiðju Amazon, er innbyggð í skjáina en þeir eru þó einna helst hugsaðir fyrir myndbandssamtöl í gegnum Messenger-appið. Með Portal og Portal Plus hafa orðið ákveðin kaflaskil í sögu Facebook. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið sendir frá sér vélbúnað. Hingað til hefur hugbúnaður verið viðfangsefnið og hefur sú vinna heppnast vel enda notar gríðarlegur fjöldi samfélagsmiðla fyrirtækisins. Þó er vert að minnast á það að Facebook keypti sýndarveruleikagleraugnaframleiðandann Oculus árið 2014. Portal-skjáirnir eru þó settir á markað undir nafni Facebook. Kynningu Facebook var ekki tekið gagnrýnislaust í gær. Jeremy White hjá tæknitímaritinu Wired sagði til að mynda að tímasetningin væri einstaklega óheppileg í ljósi þess að nýlega hafi verið brotist inn í milljónir reikninga notenda Facebook. „Spurningin er einfaldlega sú hvort fólk muni hundsa ógn við öryggi sitt vegna þess hve vel því líst á vöruna,“ sagði White. Andrew Bosworth, sem stýrir markaðssetningu Portal, sagði við BBC að skiljanlega hefðu neytendur áhyggjur af því að Facebook kæmi hljóðnemum og myndavélum inn á heimili neytenda. Facebook myndi hins vegar ekki undir nokkrum kringumstæðum njósna um viðskiptavini sína í gegnum Portal.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent