Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út gönguhóps sem í sjálfheldu á Esjunni. Í fyrstu var talið að um eina konu væri að ræða, en nú er komið í ljós að um hóp göngufólks er að ræða.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg þá var hópurinn í sjálfheldu við hamrana á Þverfellshorni og treysti sér ekki áfram.
Hópurinn virðist síðar hafa talið í sig einhvern kjark og fikrað sig nær hópi björgunarsveitarmanna sem eru á leiðinni að göngufólkinu.
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:52
Gönguhópur í sjálfheldu á Esjunni
Birgir Olgeirsson skrifar
