Körfubolti

Birna: Lele fékk bara það sem hún átti skilið

Benedikt Grétarsson skrifar
Birna í leik með Keflavík.
Birna í leik með Keflavík. vísir/vilhelm
„Við bara spiluðum góða vörn mestmegnis af leiknum. Annar leikhluti var kannski ekki alveg nógu góður hjá okkur,“ sagði Birna Valgerður Benónýsdóttir sem lék vel gegn Haukum í Meistarakeppni KKÍ í dag.

Birna skoraði fimmtán stig og lék vel þrátt fyrir að vera í villuvandræðum en hún lék einungis rúmar tíu mínútur.

„Ég var svolítill klaufi þarna í fyrsta leikhluta og fékk þrjár villur á þremur mínútum. Þetta var klaufalegt og ég á að gera betur. Ég býst nú alveg við að spila meira en þetta í vetur,“ sagði Birna brosandi.

Keflavík er með hörkulið og er spáð góðu gengi í vetur.

„Við erum ekkert að hlusta of mikið á aðra, við gerum bara okkar besta og mætum í deildina með sterkan varnarleik og gott hugarfar.“

Birna var ekki alveg sammála þjálfara Hauka að Keflavík hefði lamið helst til mikið á Lele Hardy.

„Nei, mér fannst hún bara fá það sem hún átti skilið! Hún á alveg að geta staðið þetta af sér,“ sagði Birna grjóthörð að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×