Pedersen tekur fram úr Hilmari Árna á fleiri sviðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 14:00 Patrick Pederrsen skorar og skorar og leggur líka upp. vísir/daníel Eftir að leiða kapphlaupið um markakóngstitilinn og gullskóinn í Pepsi-deild karla í fótbolta nánast í allt sumar er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, að missa þann titil í hendur danska framherjans Patricks Pedersens, leikmanns Vals. En, það er ekki eini titilinn sem að hann virðist vera að missa í hendur Danans því Pedersen er nú, þegar að tveimur umferðum er ólokið, búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti (mark eða stoðsending) heldur en Hilmar Árni. Hilmar Árni hefur kólnað mikið í markaskorun undanfarnar vikur en er engu að síður búinn að skora fimmtán mörk. Hann stefndi hraðbyri að markametinu í júlí en nú virðist ólíklegt að hann nái 19 mörkum.Hilmar Árni Halldórsson er hættur að skora.vísir/daníelPatrick Pedersen komst upp fyrir Hilmar Árna í síðasta leik með þrennu á móti ÍBV og er búinn að skora 16 mörk. Hann vantar þrjú mörk í metið og fær útileik gegn FH og ansi girnilegan heimaleik gegn löngu föllnu liði Keflavíkur í lokaumferðinni til þess að jafna eða bæta markametið. Hilmar Árni er búinn að gefa fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimmtán og hefur því komið með beinum hætti að 20 mörkum Stjörnunnar. Hann var þremur mörkum plús stoðsendingum á undan Patrick Pedersen á þeim lista fyrir síðustu umferð en Hilmar hvorki skoraði né lagði upp í leik Stjörnunnar gegn KA í gærkvöldi. Patrick Pedersen skoraði ekki bara þrjú mörk á móti ÍBV heldur lagði hann upp eitt fyrir Kristinn Frey Sigurðsson. Hann kom því að fjórum mörkum Vals með beinum hætti og fór úr 17 mörkum plús stoðsendingum í 21 og er kominn upp fyrir Hilmar Árna. Enginn ógnar þeim tveimur en Pálmi Rafn Pálmason, KR, er þriðji á listanum með ellefu mörk og fjórar stoðsendingar en ValsmaðurinnKristinn Freyr Sigurðsson er fjórði fjórtán sköpuð mörk (7 mörk + 7 stoðsendingar). Pedersen og Hilmar Árni munu því berjast um markakóngstitilinn og á listanum yfir sköpuð mörk í lokaumferðunum tveimur. Stjarnan á eftir útileik gegn ÍBV á sunnudaginn og svo heimaleik í lokaumferðinni á móti FH.Mörk + stoðsendingar í Pepsi-deildinni 2018: Patrick Pedersen, Val - 21 (16+5) Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni - 20 (15+5) Pálmi Rafn Pálmason, KR - 15 (11+4) Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 14 (7+7) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Eftir að leiða kapphlaupið um markakóngstitilinn og gullskóinn í Pepsi-deild karla í fótbolta nánast í allt sumar er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, að missa þann titil í hendur danska framherjans Patricks Pedersens, leikmanns Vals. En, það er ekki eini titilinn sem að hann virðist vera að missa í hendur Danans því Pedersen er nú, þegar að tveimur umferðum er ólokið, búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti (mark eða stoðsending) heldur en Hilmar Árni. Hilmar Árni hefur kólnað mikið í markaskorun undanfarnar vikur en er engu að síður búinn að skora fimmtán mörk. Hann stefndi hraðbyri að markametinu í júlí en nú virðist ólíklegt að hann nái 19 mörkum.Hilmar Árni Halldórsson er hættur að skora.vísir/daníelPatrick Pedersen komst upp fyrir Hilmar Árna í síðasta leik með þrennu á móti ÍBV og er búinn að skora 16 mörk. Hann vantar þrjú mörk í metið og fær útileik gegn FH og ansi girnilegan heimaleik gegn löngu föllnu liði Keflavíkur í lokaumferðinni til þess að jafna eða bæta markametið. Hilmar Árni er búinn að gefa fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimmtán og hefur því komið með beinum hætti að 20 mörkum Stjörnunnar. Hann var þremur mörkum plús stoðsendingum á undan Patrick Pedersen á þeim lista fyrir síðustu umferð en Hilmar hvorki skoraði né lagði upp í leik Stjörnunnar gegn KA í gærkvöldi. Patrick Pedersen skoraði ekki bara þrjú mörk á móti ÍBV heldur lagði hann upp eitt fyrir Kristinn Frey Sigurðsson. Hann kom því að fjórum mörkum Vals með beinum hætti og fór úr 17 mörkum plús stoðsendingum í 21 og er kominn upp fyrir Hilmar Árna. Enginn ógnar þeim tveimur en Pálmi Rafn Pálmason, KR, er þriðji á listanum með ellefu mörk og fjórar stoðsendingar en ValsmaðurinnKristinn Freyr Sigurðsson er fjórði fjórtán sköpuð mörk (7 mörk + 7 stoðsendingar). Pedersen og Hilmar Árni munu því berjast um markakóngstitilinn og á listanum yfir sköpuð mörk í lokaumferðunum tveimur. Stjarnan á eftir útileik gegn ÍBV á sunnudaginn og svo heimaleik í lokaumferðinni á móti FH.Mörk + stoðsendingar í Pepsi-deildinni 2018: Patrick Pedersen, Val - 21 (16+5) Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni - 20 (15+5) Pálmi Rafn Pálmason, KR - 15 (11+4) Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 14 (7+7)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira