Hæstiréttur staðfestir að Arion skuli greiða húsfélagi 162 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2018 18:45 Langalína 2 er í Garðabæ. Mynd/Já.is Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Arion banki skuli greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla í klæðningu á húsinu. Þá skuli bankinn greiða fjórar milljónir króna til viðbótar í málskostnað. Húsfélagið höfðaði á sínum tíma mál gegn bankanum, Garðabæ og byggingarstjóra húsins vegna galla sem húsfélagið taldi vera á húsinu sem er steinsteypt sex hæða hús með 48 íbúðum. Ris ehf var upphaflegur húsbyggjandi og seldi flestar íbúðir hússins til Riss fjárfestingar ehf. Nafni þess félags var síðar breytt í Löngulínu 2 ehf. Eftir hrun bankanna í október 2008 yfirtók forveri Arion banka, Nýi Kaupþings banki hf., Löngulínu 2 ehf., en þá var fasteignin fokheld. Langalína 2 ehf. hélt svo áfram byggingu hússins sem lauk á haustdögum 2010. Dómstólarnir féllust á rök húsfélagsins að Arion banki hafi í raun verið eigandi hússins frá 9. október 2008 og ráðið öllum framkvæmdum við húsið eftir að félagið var yfirtekið af forvera Arion banka. Þá taldi húsfélagið að húsið hafi ekki verið byggt í samræmi við skipulags- og byggingarlög, lög um brunavarnir og að ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum. Húsið hafi því ekki verið byggt samkvæmt viðurkenndum aðferðum og verið haldið verulegum göllum þegar lokaúttekt þess fór fram. Arion hafi borið ábyrgð á því.Þurfti að ráðast í miklar viðgerðir Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að verktaki hefði við klæðningu hússins notast við brennanlega plasteinangrun í stað steinullareinangrunar, glertrefjanet í stað stálnets og að þykkt múrskeljar væri víðast hvar of lítil. Frágangur við glugga hafi sömuleiðis verið óviðunandi. Húsfélagið þurfti að ráðast í miklar viðgerðir og komst héraðsdómur að því að þeirri niðurstöðu að tjónið væri á ábyrgð Arion banka sem ekki hafi tekist að hnekkja mati hins dómkvatta matsmanns. Dómsmál Tengdar fréttir Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Garðabæ og byggingarstjóra hússins sem einnig var stefnt voru sýknuð af kröfum húsfélagsins. 11. október 2017 15:49 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Arion banki skuli greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla í klæðningu á húsinu. Þá skuli bankinn greiða fjórar milljónir króna til viðbótar í málskostnað. Húsfélagið höfðaði á sínum tíma mál gegn bankanum, Garðabæ og byggingarstjóra húsins vegna galla sem húsfélagið taldi vera á húsinu sem er steinsteypt sex hæða hús með 48 íbúðum. Ris ehf var upphaflegur húsbyggjandi og seldi flestar íbúðir hússins til Riss fjárfestingar ehf. Nafni þess félags var síðar breytt í Löngulínu 2 ehf. Eftir hrun bankanna í október 2008 yfirtók forveri Arion banka, Nýi Kaupþings banki hf., Löngulínu 2 ehf., en þá var fasteignin fokheld. Langalína 2 ehf. hélt svo áfram byggingu hússins sem lauk á haustdögum 2010. Dómstólarnir féllust á rök húsfélagsins að Arion banki hafi í raun verið eigandi hússins frá 9. október 2008 og ráðið öllum framkvæmdum við húsið eftir að félagið var yfirtekið af forvera Arion banka. Þá taldi húsfélagið að húsið hafi ekki verið byggt í samræmi við skipulags- og byggingarlög, lög um brunavarnir og að ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum. Húsið hafi því ekki verið byggt samkvæmt viðurkenndum aðferðum og verið haldið verulegum göllum þegar lokaúttekt þess fór fram. Arion hafi borið ábyrgð á því.Þurfti að ráðast í miklar viðgerðir Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að verktaki hefði við klæðningu hússins notast við brennanlega plasteinangrun í stað steinullareinangrunar, glertrefjanet í stað stálnets og að þykkt múrskeljar væri víðast hvar of lítil. Frágangur við glugga hafi sömuleiðis verið óviðunandi. Húsfélagið þurfti að ráðast í miklar viðgerðir og komst héraðsdómur að því að þeirri niðurstöðu að tjónið væri á ábyrgð Arion banka sem ekki hafi tekist að hnekkja mati hins dómkvatta matsmanns.
Dómsmál Tengdar fréttir Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Garðabæ og byggingarstjóra hússins sem einnig var stefnt voru sýknuð af kröfum húsfélagsins. 11. október 2017 15:49 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Arion dæmt til að greiða húsfélagi 162 milljónir Arion þarf að greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla á húsinu. Garðabæ og byggingarstjóra hússins sem einnig var stefnt voru sýknuð af kröfum húsfélagsins. 11. október 2017 15:49