Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 25-23 | Fram hafði betur í stórleiknum Svava Kristín Grétarsdóttir í Framhúsinu í Safamýri skrifar 22. september 2018 22:15 Vísir/Vilhelm Fram hafði betur í stórleik kvöldsins, þegar liðið vann Val 25-23. Þetta var leikur stóru liðana, en staðan í hálfleik 12-9, heimakonum í vil. Leikurinn byrjaði ósköp rólega og aðeins 4 mörk skoruð á fyrstu 10 mínútunum. Bæði lið gerðu sig sek um ógrynni af mistökum sóknarlega en það lagaðist á síðari hluta fyrri hálfleiks. Fram var alltaf skrefinu á undan og leiddi leikinn inn í hálfleik með þremur mörkum, 12-9. Síðari hálfleikurinn var með svipuðum hætti, Fram stúlkur létu forystuna aldrei af hendi þótt Valur hafi oft verið ansi nálægt því að jafna þá náði Fram alltaf að bæta í aftur. Íris Björk Símonardóttir var góð í marki Vals kvenna og hélt þeim inn í leiknum með mikilvægri markvörslu í gegnum leikinn, en hinu megin átti Erla Rós Sigmarsdóttir einnig góðan dag. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var munurinn ekki nema tvö mörk 22-20 og Valur ennþá inní leiknum. Fram átti þá 3-0 kafla og skyndilega komið í 5 marka forystu og sigurinn öruggur, en loka tölur í Safamýrinni, 25-23, Fram í vil. Af hverju vann Fram?Fram átti betri leik í dag, svo einfalt er það. Vörn og markvarsla skilaði þeim sigrinum. Hverjar stóðu upp úr?Fram liðið átti í heild sinni góðan leik, en framlag var frá mörgum leikmönnum sóknarlega. Ragnheiður Júlíusdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir allar með 5 mörk. Erla Rós Sigmarsdóttir átti þá góðan leik í markinu. Í liði Vals voru það Díana Dögg Magnúsdóttir og Anna Úrsula Guðmundsdóttir sem áttu afbragðsleik í kvöld. Lovísa Thompson þar markahæst með 5 mörk en Íris Björk Símonardóttir var þeim mikilvæg í markinu með 35% markvörslu. Hvað gekk illa? Liðin gerðu sig sek um alltof mikið af mistökum sóknarlega og Valur þá sérstaklega. Sóknarleikurinn varð þeim að falli í dag. Hvað gerist næst?Það eru risa leikir í næstu umferð, Fram mætir Stjörnunni og Valur fær Hauka stelpur í heimsókn. Ágúst: Það var skrekkur í okkurÁgúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leikinn og segir svona leik ekki boðlegan gegn liði eins og Fram. „Ég er svekktur að við hittum ekki á betri leik, sérstaklega sóknarlega. Við vorum að skjóta illa og gera alltaf mikið af tæknifeilum sem er dýrt á móti Fram.“ Valur var lengi að koma sér inní leikinn og eins og Ágúst nefnir þá áttu stelpurnar oft erfitt með að halda boltanum og klára sínar sóknir. „Við byrjuðum illa og það var skrekkur í okkur til að byrja með. Við náðum svo aldrei að komast yfir og svo vorum við klaufar í stöðunni 6 á móti 5 í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn og tæknifeilar urðu okkur að falli í dag svo hefði ég þurft framlag frá fleiri leikmönnum í dag.“ sagði Ágúst að lokum Stefán: Við spiluðum betri vörn en þærStefán Arnarson, þjálfari Fram, var ángæður með framlag sinna stelpna í kvöld „Valur er sterkt lið en við spiluðum betri vörn í dag og fengum góða markvörslu.“ „Þessi lið þekkjast mjög vel svo það er oft erfitt að fá mörk í þessa leiki. Þetta byrjaði hægt en svo fórum við að spila betri sóknarleik og fá inn hraðaupphlaups mörkin. Við spiluðum sóknarleikinn vel en það var vörn og markvarsla sem færði okkur þennann sigur í kvöld.“ sagði Stefán Olís-deild kvenna
Fram hafði betur í stórleik kvöldsins, þegar liðið vann Val 25-23. Þetta var leikur stóru liðana, en staðan í hálfleik 12-9, heimakonum í vil. Leikurinn byrjaði ósköp rólega og aðeins 4 mörk skoruð á fyrstu 10 mínútunum. Bæði lið gerðu sig sek um ógrynni af mistökum sóknarlega en það lagaðist á síðari hluta fyrri hálfleiks. Fram var alltaf skrefinu á undan og leiddi leikinn inn í hálfleik með þremur mörkum, 12-9. Síðari hálfleikurinn var með svipuðum hætti, Fram stúlkur létu forystuna aldrei af hendi þótt Valur hafi oft verið ansi nálægt því að jafna þá náði Fram alltaf að bæta í aftur. Íris Björk Símonardóttir var góð í marki Vals kvenna og hélt þeim inn í leiknum með mikilvægri markvörslu í gegnum leikinn, en hinu megin átti Erla Rós Sigmarsdóttir einnig góðan dag. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var munurinn ekki nema tvö mörk 22-20 og Valur ennþá inní leiknum. Fram átti þá 3-0 kafla og skyndilega komið í 5 marka forystu og sigurinn öruggur, en loka tölur í Safamýrinni, 25-23, Fram í vil. Af hverju vann Fram?Fram átti betri leik í dag, svo einfalt er það. Vörn og markvarsla skilaði þeim sigrinum. Hverjar stóðu upp úr?Fram liðið átti í heild sinni góðan leik, en framlag var frá mörgum leikmönnum sóknarlega. Ragnheiður Júlíusdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir allar með 5 mörk. Erla Rós Sigmarsdóttir átti þá góðan leik í markinu. Í liði Vals voru það Díana Dögg Magnúsdóttir og Anna Úrsula Guðmundsdóttir sem áttu afbragðsleik í kvöld. Lovísa Thompson þar markahæst með 5 mörk en Íris Björk Símonardóttir var þeim mikilvæg í markinu með 35% markvörslu. Hvað gekk illa? Liðin gerðu sig sek um alltof mikið af mistökum sóknarlega og Valur þá sérstaklega. Sóknarleikurinn varð þeim að falli í dag. Hvað gerist næst?Það eru risa leikir í næstu umferð, Fram mætir Stjörnunni og Valur fær Hauka stelpur í heimsókn. Ágúst: Það var skrekkur í okkurÁgúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leikinn og segir svona leik ekki boðlegan gegn liði eins og Fram. „Ég er svekktur að við hittum ekki á betri leik, sérstaklega sóknarlega. Við vorum að skjóta illa og gera alltaf mikið af tæknifeilum sem er dýrt á móti Fram.“ Valur var lengi að koma sér inní leikinn og eins og Ágúst nefnir þá áttu stelpurnar oft erfitt með að halda boltanum og klára sínar sóknir. „Við byrjuðum illa og það var skrekkur í okkur til að byrja með. Við náðum svo aldrei að komast yfir og svo vorum við klaufar í stöðunni 6 á móti 5 í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn og tæknifeilar urðu okkur að falli í dag svo hefði ég þurft framlag frá fleiri leikmönnum í dag.“ sagði Ágúst að lokum Stefán: Við spiluðum betri vörn en þærStefán Arnarson, þjálfari Fram, var ángæður með framlag sinna stelpna í kvöld „Valur er sterkt lið en við spiluðum betri vörn í dag og fengum góða markvörslu.“ „Þessi lið þekkjast mjög vel svo það er oft erfitt að fá mörk í þessa leiki. Þetta byrjaði hægt en svo fórum við að spila betri sóknarleik og fá inn hraðaupphlaups mörkin. Við spiluðum sóknarleikinn vel en það var vörn og markvarsla sem færði okkur þennann sigur í kvöld.“ sagði Stefán
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti