Skjálfti af stærðinni 3,0 varð í Öræfajökli klukkan 21:15 í kvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu Veðurstofunnar.
Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfar skjálftans.
„Enginn gosórói fylgir. Ekki hafa borist tilkynningar um að hann hafi fundist í byggð,“ segir í tilkynningunni.
